Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Síða 57
ALMANAK 1941
57
Um tíma vann Jón við að grafa skipaskurð
nálægt Huntsville, voru þar með honum auk ann-
ara þeir Freeman B. Anderson er síðar varð rit-
stjóri Heimskringlu og Jónas Hall er héraðshöfð-
ingi var í Dakota um langa æfi.
Að loknu starfi þarna, áður en þeir lögðu á
stað fótgangandi heim, fengu þeir sér máltíð á
gestgjafahúsi í Huntsville. Sat þar til borðs með
þeim maður myndarlegur og eftirtektaverður, tók
hann Freeman tali, og að lokinni máltíð kallaði
hann inn í herbergi sitt, ræddu þeir lengi og
Jóni og félögum hans leiddist að bíða, fóru að
herða á honum, héldu að þetta væri einhver
prakkari. Loks kom Freeman út og sagði þeim
að leiðir þeira yrðu nú að skilja, sagði hann þeim
að maður þessi væri skólakennari og hefði hann
boðið sér að vera þar eftir og styrkja sig að ein-
hverju til náms, hefði hann þarna við fyrstu sýn
orðið snortinn af framkomu og gáfnafari Free-
mans.
Ári, 1875 fór Jón með öðrum íslendingum til
Nýja-íslands. Fyrsta veturinn vann Jón með
löndum sínum við húsabyggingar, en kaup fékk
hann ekki, frumbyggjarnir höfðu ekki peninga,
en Jón vildi heldur vinna en liggja i iðjuleysi.
Annan veturinn vann hann við að höggva braut
í gegn um bygðina. Kaupgjald var 90c á dag,
verkstjórinn var enskur. Þá geysaði bóluveikin í
nýlendunni. Einn morgun er Jón fór til verks var
hann lasinn, streittist þó við að vinna þar til %
dags var liðinn, sagði þá verkstjóra að hann
mætti til með að fara til tjalds síns, og var það
strax samþykt. Um miðdaginn sagðist Jón ætla
til verks síns er verkstjórinn aftók það, sagði hon-
um að saga eldivið fyri tjald sitt, en saga ekki of
langt eins og aðrir gerðu. Líkaði honum vel við
Jón og gaf honum fult kaup fyrir daginn. Setti