Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Page 58
58 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
hann síðan yfir öll tjöldin og var hann við það
allan veturinn, mátti hann fá mann sér til hjálpar
á laugardögum svo ekki þyrfti hann að vinna á
sunnudögum.
Þriðja veturinn sendi John Taylor hann norð-
ur á Hverfisteinsnes með Stefáni Magnússyni og
Jósep Schram til hvítfisksveiða, lentu þeir í ýms-
um svaðilförum, en nokkuð fengu þeir af fiski.
Fór Jón með sinn hlut til Winnipeg — Taylor lán-
aði honum hest — og seldi hann fiskinn þar fyrir
25c hvern fisk, var það stór og fallegur fiskur.
Jón var nokkur ár í Winnipeg áður hann
fultti til Argyle-bygðar, sem var 1885. Keypti
hann land á hæðinni fögru og alkunnu suðaustur
frá Glenboro um 5 mílur og bygði á hæðinni
sunnanverðri og var þar hið fegursta útsýni suður
yfir vatnið í dalverpinu sunnan við hæðina. Var
það framan af árum mikið og fagurt vatn, en á
undanförnum þurkaárum hefir komið fyrir að
það hefir þornað. Stundum á undanförnum árum,
hafa hundruð og þúsundir af hvítum svönum frá
fjarlægum stöðum sótt að vatninu, eins og af
guði sendir gamla manninum til gleði og hress-
ingar.
Jón giftist 1881 Guðrúnu Sigríði Eiríksdóttir
Pálssonar og konu hans Helgu Arngrímsdóttir, og
var hún fædd í Hróarstungu í N. Múlasýslu 17.
ágúst 1855. Var hún vænsta kona og búhyggind-
um gædd. Var þeim hjónum haldið veglegt gull-
brúðkaup að forgöngu Frelsissafnaðar í Argyle
Hall 3. nóv. 1931, (er skrifað um það í Lögberg 7.
jan. 1932). Var það að verðleikum eitt ánægju-
legasta fagnaðarmót er hér í bygð hefir verið
haldið, tók öll bygðin þátt í því með þeim inni-
legheitum sem eru fátíð.
Jón hefir verið gildur bóndi siðan eg fyrst