Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 64
64 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
$2.00—$2.50. Um kvöldið settist hann að sögu-
iestri, las Njálu, ræddi svo um söguna og sögu-
hetjurnar á eftir, með dómgreind og skarpskygir.
Er mér í fersku minni ánægjan sem skein út úr
andliti hans. Um morguninn í býti, að loknum
moi'gunverkum, lagði hann á stað aftur til Glen-
boro með eldiviðaræki. Óefað átti atorka og
manndómur frumherjanna til stai’fs og fram-
kvæmda samfara bókmentahneigð og andlegra
hugsana sinn mikla þátt í velgengni þeirra og
sigurgöngu. Þegar úr tengslum slitnar sá mikli
menningai'þáttur sem frumherjarnir áttu, og ver-
aldarvafsti'ið og maurahugsunin verður eins og
efst á baugi, þá er afturför vís, því maðurinn lifir
ekki á einu saman bi'auði. En sagan sannar það,
að jafnframt því sem feður og mæður lögðu kapp
á að bjarga sér og tryggja sína framtíð efnalega,
þá var jafnframt hugsað um hina andlegu hlið
lífsins. Kirkju og félagsmál voru lifandi áhugamál
frumhei'janna, er vafamál hvert nokkur þjóð-
flokkur hér í landi hefir átt eins mikinn eld í sál
í þessum efnum eins og íslendingarnir. Var unun
oft að hlýða á samræður manna í þá tíð, um bók-
mentir, trúmál og ýms félagsmál, fylgdi þar hugur
máli og fólkið var farsælla fyrir það.
Guðmundur var tvígiftur, fyi’ri kona hans var
Guði’ún Kristjánsdóttir, ættuð úr Svínadal í Húna-
þingi, hún dó 1887. Seinni kona hans var Guð-
björg Þorsteinsdóttir, ættuð af Austurlandi, fædd
á Rangá í Hróarstungu 10. júlí 1854. Hún er enn á
lífi, var ráðsett og dugnaðarkona í hvívetna. Þau
voru barnlaus, en af fyrra hjónabandi tók hún við
fimm börnum ungum, og annaðist þau og ól þau