Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Side 70
Maðurinn og vinur hans
(Æfintýri gert upp úr gamalli þjóðsögu)
Eftir J. Magnús Bjarnason
Einu sinni var maður, sem átti efnaðan vin.
“Eg ætla að reyna vin minn,” sagði maðurinn
einhverju sinni við konuna sína.
“Á hvaða hátt ætlarðu að reyna hann?”
spurði konan.
“Eg ætla að fara til hans, segja honum að eg
sé orðinn öreigi, og biðja hann ásjár.”
“Af hverju viltu vera að því?” spurði konan.
“Til þess að prófa vináttu hans,” sagði mað-
urinn; “því að vilji hann ekki hjálpa mér, þá er
hann ekki vinur minn.”
“Hafðu mín ráð, og hættu við þetta áform
þitt,” sagði konan.
“Eg fer mínu fram, hvað sem hver segir,”
sagði maðurinn.
Hann fór á fund vinar síns og setti á sig svip,
er sýndi, að honum var mikið niðri fyrir.
“Eg er í miklum vandræðum,” sagði maður-
inn við vin sinn og varpaði mæðulega öndinni;
“eg spilaði áhættuspil og tapaði.”
“Sorglegt er það, að þú skulir hafa ratað í
svo mikla óhamingju,” sagði vinurinn; “en hvað
miklu fé tapaðir þú?”
“Eg tapaði öllum eignum mínum,” sagði mað-
urinn; “og eg er nú öreigi.”