Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Síða 71
ALMANAK 1941
71
“Hörmulegt er það,” sagði vinurinn. “En til
hvers kemur þú til mín?”
“Eg flý á þínar náðir: — Eg vil biðja þig að
skjóta skjólshúsi yfir mig og lána mér svo mikið
fé, að eg geti byrjað bú á nýjan leik.”
“Þú átt vissulega mjög bágt,” sagði vinurinn,
“og eg verð endilega að verða við bón þinni. Allar
mínar eigur skulu í té látnar til að hjálpa þér.”
Þá hló maðurinn.
“Hamingjunni sé lof!” sagði hann. “Nú veit
eg með vissu, að þú ert sá vinur, sem eg má
treysta í blíðu og stríðu. — Og eg get glatt þig
með því, að eg hefi aldrei spilað áhættuspil og
hefi engu fé tapað.”
Vinurinn horfði undrandi á manninn og
mælti: “Ef þú hefir aldrei spilað áhættuspil og
engu fé tapað, þá er það gott, bæði fyrir mig og
þig. En þú sagðir rétt áðan, að þú værir öreigi og
baðst mig að hjálpa þér.”
“Eg sagði þetta einungis til þess, að reyna
vináttu þína,” sagði maðurinn og ætlaði að faðma
vin sinn.
“Nei, bíddu ögn við!” sagði vinurinn. “Fram
að þessu augnabliki hefi eg verið vinur þinn; en
eg verð það ekki lengur.”
“Hvað kemur til?” sagði maðurinn og varð
náfölur í framan.
“Eg skal segja þér það,” sagði vinurinn stilli-
lega. “Eg vil ekki og get ekki verið vinur þess
manns, sem leikur sér að vináttu minni.”
Og maðurinn og vinurinn fóru hvor sína leið.