Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Page 72
HEYRN OG SÝN
Þjóðlegur fróðleikur
Frásögn B. J. Hornfjörð, Árborg, Man.
1 fögru veðri, síðla dags þ. 7 september 1897,
kom stórt gufuskip er hét “Alpha”, frá Bergen, inn
Hornafjarðarós. Sökum þess, að ekki var kallað
eftir hafnsögumanni, fór skipið of langt inn, er á
höfnina kom, tók ekki til greina, (af ókunnug-
leika) stóran hvítmálaðan stein, er stóð á sand-
inum, sem inn fyrir mátti ekki fara. Festi skipið
sig á fullri ferð á sandeyri, sem var dálítið fyrir
innan áðurgreindan stein. Sökum hins mikla
straums, sem þar er ,og sem Hornafjarðarfljót gera
sitt til að auka, safnaðist fljótt sandur að skipinu,
svo sjáanlegt var, að ferð þess mundi vera á enda
fyrst um sinn, þó skipstjóri þess segði það aldrei
strand.
Skip þetta var leiguskip Thor E. Tuliniusar,
stórkaupmanns í Kaupmannahöfn; hafði það
geysimikið lestarúm, en öll íbúð ofan dekks. Var
það hlaðið vörum, sem áttu að fara á hafnir þær,
bæði á Austur- og Norðurlandi, sem Thor E.
Túliníus hafði umsjón með. Fyrsti viðkomustað-
ur þess var Hornfjörður, þar var þá kaupmaður
Otto Túliníus, bróðir Þórarins Túliníusar.
Eftir margar árangurslausar tilraunir til að
losa skipið, varð að skipa upp vörunum þar á
sandinn, og maður sendur til Otto Wathne á Seyð-