Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Síða 74
74 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Eins og áður er getið losnaði “Alpha” af
eyrinni um haustið; var hún þá dregin af gufuskipi
á hina svokölluðu eystrilegu. Þar var hún í
öruggum stað yfir komandi vetur, bæði fyrir
stormum og ísreki.
O. Túliníus fékk fjóra menn, sem tóku það að
sér, að halda henni að mestu leyti þurri yfir vet-
urinn; til var ætlast, að hún væri pumpuð
einu sinni í viku. Til þess gekk vanalega dagur-
inn og stundum fram á kvöld. Hægt var að hafa
heitan mat og kaffi, því eldavél var í eldhúsi
skipsins, og rúmin í herbergjum, ef maður þyrfti
að vera þar yfir nótt.
Á einum þessum vinnudegi gekk hann í storm
og snjóbyl með kveldinu, svo við urðum á skipinu
yfir nóttina. Ljós höfðum við í “káetunni”, tveir
gluggar voru svo, að þeir lýstu fram á skipið, svo
gott sýni var fram að akkerisvindunni. Áður en
við fórum að sofa gengum við vel frá bátnum
okkar, stönsuðum svo við innganginn að her-
bergjunum; sáum við þá heljarstóran mann vera
við akkerisvinduna; virtist hann líta í áttina til
okkar og veifa handleggjunum. Það var eins og
fimm faðma millibil milli okkar og hans. Einn
af okkur félögunum var fyndinn og óprúttinn í
orðum; sagði hann “að best væri að bjóða honum
hressingu, í þessu veðri væri slíks þörf.” Var það
samþykt, með því móti, að hann færi og tilkynti
honum það. Lét hann ei á sér standa, tók strikið
til hans fram að vindunni, en þá sáum við, að
þetta leystist í sundur, eins og með neistaflugi,
en piltur sneri til baka með ófínu orðbragði, svo
honum var sagt, að hafa eitthvað betra yfir, ef
hann þá kynni nokkuð gott, áður en hann færi
að sofa. Ekki varð neins vart um nóttina, og
aldrei framar meðan “Alpha” lá á Hornafirði.