Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Síða 77
HELZTU VIÐBURÐIR
meðal íslendinga í Vesturheimi
—1939—
1. okt.—Hátíðleg minningarathöfn í Sam-
bandskirkjunni í Winnipeg um séra Ragnar E.
Kvaran, er lézt í Reykjavík 24. ágúst þ. á.; hann
dvaldi vestan hafs 1922—33 og var forystumaður
bæði í kirkjumálum (forseti Hins Sameinaða
Kirkjufélags öll nefnd ár) og þjóðræknismálum.
8. okt.—Danski kvennaklúbburinn (Danish-
American Women’s Club) í Los Angeles, Calif.,
heldur Nínu Sæmundsson myndhöggvara veglegt
samsæti í tilefni þess, að henni var þá afhentur
riddarakross Fálkaorðunnar, er konungur Islands
og Danmerkur hafði sæmt hana fyrir hönd Is-
landsstjórnar.
20.—22. okt.—Fjölbreytt hátíðahöld að Moun-
tain, N. Dak., í tilefni af 20 ára afmæli miðskólans
og 58 ára afmæli alþýðuskólans þar, en hinn
síðarnefnda stofnaði séra N. S. Thorláksson og
var fyrsti kennarinn.
8. nóv.—Norðmenn í Grand Forks, N. Dak.,
halda dr. Richard Beck, prófessor í norrænum
fræðum við ríkisháskólann í Norður Dakota, fjöl-
ment samsæti, er honum var afhentur riddara-
kross St. Ólafsorðunnar af fyrsta flokki, er Noregs-
konungur hafði sæmt hann stuttu áður.
15. nóv.—Séra Rúnólfi Marteinsson, skóla-
stjóra; dr. Sigurði J. Jóhannesson skáldi og J.
Magnúsi Bjarnason rithöfundi afhentir riddara-
kross Fálkaorðunnar, er þeir höfðu nýlega sæmd-
ir verið.