Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Side 79
ALMANAK 1941
79
1. des.—Þjóðræknisdeild yngri íslendinga í
Winnipeg hélt Fullveldisdag Islands hátíðlegan
með fjölmennri veizlu og deginum sæmandi.
Hefir deildin valið sér það ágæta og þakkarverða
hlutverk, að minnast árlega þessa merkisdags í
sögu hinnar íslenzku þjóðar.
1. des.—Þjóðræknisfélag stofnað á íslandi t:i
samvinnu við íslendinga vestan hafs. Stjórnar-
nefnd þess skipa alþingismennirnir Ásgeir Ás-
geirsson, Jónas Jónsson og Thor Thors.
8. des.—íslendingar í Chicago halda samsæti
í tilefni af því, að þrír úr þeirra hópi: dr. C. H.
Thordarson, raffræðingur; dr. Sveinbjörn John-
son, prófessor við Illinois háskólann, og Árni
Helgason, verksmiðjustjóri, höfðu verið sæmdir
heiðursmerki Fálkaorðunnar.
22. des.—Andrew Daníelsson, fyrv. ríkisþing-
maður, hyltur í fjölmennu samsæti í Blaine, Wash.,
á sextugsafmæli sínu. Hann átti í samfleytt 10
ár sæti á löggjafarþingi Washington ríkis og hefir
gengt friðdómara-embætti í 20 ár.
Des.—Dr. Kjartan Ingimundur Johnson valinn
bæjarlæknir að Gimli, Man. Hann er sonur Ein-
ars og Oddfríðar Johnson í Winnipeg og lauk prófi
við læknaskólann þar 1937.
—1940—
21. jan.—Dr. P. H. T. Thorlakson og Gretti
Leo Jóhannson, ræðismanni Dana og Islendinga í
Manitoba-fylki, afhentir riddarakross Fálkaorð-
unnar, er þeir höfðu litlu áður sæmdir verið.
28. jan.—Johnson Memorial Hospital að Gimli,
Man., formlega opnað og tekið til afnota; en
sjúkrahús þetta ber nafn íslendingsins Björns B.