Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Síða 82
82 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
4. apríl—Eimskipafélag fslands býður þeim
Ásmundi P. Jóhannsson, Árna Eggertsson og Jóni
J. Bíldfell og frúm þeirra i heimsókn til Islands á
komandi sumri í tilefni af aldarfjórðungs afmæli
félagsins; þáðu tveir hinir fyrstnefndu og konur
þeirra þetta sæmdarboð, en af för Bíldfells og frú-
ar hans gat eigi orðið, vegna dvalar hans norður í
Baffinlandi í þjónustu Canada-stjórnar. Er það í
viðurkenningar skyni fyrir störf þeirra þremenn-
inganna í þágu Eimskipafélagsins, að þeim var
gert heimboð þetta. Komu heimfarendur þessir
vestur aftur úr för sinni fyrri hluta ágústmánaðar.
5. apríl—Richard Leonard Beck, 12 ára að
aldri (sonur þeirra Jóhanns og Svanhvítar Beck í
Winnipeg), skaraði fram úr í píanóspili í hljóm-
listarsamkepni Manitobafylkis og vann verðlauna-
bikarinn “Manitoba Music Teachers Association
Trophy”. Síðar á árinu (í júlí) hlaut hann hæstu
einkunn allra þeirra í Manitoba, er tóku VIII.
bekkjar próf í píanóspili við Toronto Conservatory
of Music, og sæmdi sú víðkunna hljómlistarstofn-
un hann heðiurspening úr silfri.
14. apríl—400 ára afmælis Nýja-testamentis
þýðingar Odds Gottskálkssonar minst við kvöld-
guðsþjónustu í Fyrstu lútersku kirkju í Winni-
peg; sóknarpresturinn, séra Valdimar J. Eylands,
flutti minningarræðuna.
16. apríl—Bindindisfrömuðurinn Arinbjörn S.
Bardal kosinn Stórtemplar á ársþingi Stórstúku
Manitobafylkis og Norðvesturlandsins, er haldið
var í Winnipeg, 15—16. apríl; hafði hann áður
gengt því embætti árum saman.
24. apríl—Karlakór Islendinga í Winnipeg
hlaut hið mesta lof fyrir söngsamkomu sína í
hljómleikasal borgarinnar þá um kvöldið. Söng-