Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Qupperneq 83
ALMANAK 1941
83
stjóri: Ragnar H. Ragnar, en Gunnar Erlendsson
annaðist undirspil. Listakonurnar ungfrú Pearl
Pálmason og ungfrú Snjólaug Sigurðsson aðstoð-
uðu kórinn með snjöllum fiðlu- og slaghörpuleik.
Var svo að orði kveðið, að samkoma þessi mætti
“hiklaust teljast til stórviðburða á sviði söng-
menningarlegrar þróunar meðal íslendinga vest-
an hafs” (Lögberg). Aðsóknin var hin ágætasta.
Apríl—Skáldkonan Laura Goodman Salver-
son hlaut bókmentaverðlaun landstjórans í Can-
ada fyrir bók sína: Confessions of An Immigrant's
Daughter; er þetta í annað sinn, sem þessi sæmd
hefir fallið henni í skaut, því að henni voru veitt
sömu verðlaun árið 1938 fyrir skáldsöguna The
Dark Weaver.
Apríl—Opinberlega tilkynt, að fslandsstjórn
hafi skipað Vilhjálm Þór, framkvæmdarstjóra,
aðalræðismann í Bandaríkjunum; er hann fyrsti
maður, sem þá stöðu skipar að fslands hálfu.
Apríl—Tryggvi J. Oleson, M.A., (sonur þeirra
G. J. Oleson og konu hans í Glenboro, Man.), er
framhaldsnám stundar við Toronto háskólann,
veitt Leonard námsverðlaunin svonefndu. Á hann
hinn glæsilegasta námsferil að baki, er spáir góðu
um framtíð hans sem kennara og fræðimanns.
4. maí—Dr. Richard Beck kosinn forseti
fræðafélagsins, The Society for the Advancement
of Scondinavian Study, á ársfundi þess í St. Olaf
College, Northfield, Minnesota; hefir hann verið
vara-forseti tvö undanfarin ár og einnig átt sæti í
stjórnefndinni um þriggja ára skeið.
9. maí—Nemendur miðskólans að Mountain,
N. Dak., hlutu hæsta vitnisburð fyrir Árbók skóla
sins (“Mountain Memories”), í sínum flokki, í