Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Síða 85
ALMANAK 1941
85
Certificate in the Homemakers Course:
Ólöf Árnason
Thelma Evelyn Stefánsson
Diploma in Dairying:
Pálmi E. Johnson
Diploma in Agriculture:
Thorbergur Jóhannesson
Guðrún Bjerring (dóttir þeirra S. O. Bjerring
og konu hans í Winnipeg) stóð mjög framarlega í
félagsmálum háskólastúdenta, en Richard Hannes.
son (sonur þeirra Col. Marino Hannesson og konu
hans í Winnipeg) vann fjölda námsverðlauna, svo
að fáir hafa þar til jafns komist.
15. maí—Violet Líndal (dóttir Hannesar og
Sigrúnar Líndal í Winnipeg) hlaut hæstu einkunn
við 2. árs próf á Manitoba háskólanum; vann hún
Isbister verðlaunin öðru sinni og verðlaun fyrir
framúrskarandi kunnáttu í enskri tungu. Hún
stundar nú nám við háskólann í Californíu, Berk-
eiey, Cal.
19.—24. maí—Frú Marja Björnsson, forseti
Hinna Sameinuðu íslenzku Frjálstrúar Kvenfélaga
í Vesturheimi, sækir kvennaþing í Boston, Massa-
chusetts, sem gestur Hins Ameríska Kvenfélags
Únitara Sambandsins. Maður hennar, dr. Sveinn
E. Björnsson, og séra Guðmundur Árnason, for-
seti Sameinaða kirkjufélagsins íslenzka, sátu sam-
tímis aðalþing únitara, er haldið var þar í borg-
inni.
22. maí—Árslokahátíð Jóns Bjarnasonar skóla
haldin í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg að við-
stöddu margmenni. Var vandað til samkomunnar.
Hér var einnig um sögulegan atburð að ræða,