Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Page 87
ALMANAK 1941
87
Bachelor oí Science in Education:
Dóra Austfjord (frá Hensel)
Bergthora Einarson (frá Upham)
Bachelor of Science in Medicine:
Gerhard John Gíslason
Bachelor oí Science in Commerce:
Barnie Matthiasson (frá Garðar)
John Gíslason (sonur dr. G. J. Gíslason og
Esther konu hans í Grand Forks) stóð mjög fram-
arlega í hópi stúdenta og vann bæði námsverðlaun
og heiðursviðurkenningar; þegar hann lauk stú-
dentaprófi (B.A.) vorið 1939 var hann næstefstur
allra þeirra, er þá luku námi.
21.—25. júní—Hið 55. kirkjuþing Hins lút-
erska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi hald-
ið að Lundar, Man. Tilkynt var, að nægilegur
meirihluti safnaðafólks félagsins hefði samþykt
inngöngu þess í United Lutheran Church in
America. Séra K. K. ólafsson endurkosinn for-
seti, en hann hefir skipað þann sess óslitið síðan
1923.
25. júní—Kirkjuþingið lúterska að Lundar
heiðraði þau séra Steingrím og frú Eriku Thor-
láksson með því að kjósa hann heiðursforseta
Kirkjufélagsins, en hana æfifélaga þess.
27. —29. júní—Karlakór Islendinga í Norður
Dakota, undir stjórn Ragnars H. Ragnar, fór sig-
urför til Vatnabygða; söng við mikla aðsókn í
Wynyard, Mozart og Leslie, Sask.
28. júní—1. júlí—Átjánda ársþing Hins Sam-
einaða Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi hald-
ið í Wynyard, Sask. Séra Guðmundur Árnason
endurkosinn forseti. — Samtímis (29. júní)