Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Side 88
88
ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
var háð þar í bæ f jórtánda ársþing hinna Samein-
uðu íslenzku Frjálstrúar Kvenfélaga, er endur-
kaus frú Marju Björnsson forseta sambandsins.
Júní—Frú P. H. T. Thorlakson( kona dr. P.
H. T. Thorlakson í Winnipeg) endurkosin til
þriggja ára í háskólaráð Manitoba-háskólans.
Júní—Robert Ellis Brandson, 17 ára gamall
(sonur þeirra Einars Brandson og konu hans), er
nám hefir stundað á hinum afarfjölsótta miðskóla,
Fremont High School, í Los Angeles, Californía,
veittur fjögra ára námsstyrkur við School of
Journalism, University of Southern California.
Júní—Jósep B. Skaptason, er í 19 ár hefir
verið aðal-umsjónarmaður fiskimála Manitoba-
fylkis, veitt lausn frá því starfi fyrir aldurs sakir.
Hann er fæddur að Hnausum í Húnavatnssýslu,
sonur þeirra Björns héraðslæknis Skaptasonar og
konu hans Margrétar Stefánsdóttur.
Júní—Þessi íslenzkir nemendur útskrifuðust
frá University of Washington (ríkisháskólanum) í
Seattle og hlutu öll mentastigið B.A. (Bachelor
of Arts):
Petrina Aurora Ólafson (hæstu einkunn í
enskum bókmentum)
Margaret Thorlaksson Roller
Benedikt Tryggvi Hallgrimsson
Júní—Ungfrú Thruda Backman, (dóttir þeirra
dr. K. J. Backman og konu hans í Winnipeg) lauk
kennaraprófi í píanóspili með ágætiseinkunn við
Toronto Conservatory of Music.
4. júlí—Taflkappinn Andrew H. Pálmi, Jack-
son, Michigan, kosinn formaður taflfélags þess
ríkis á ellefta þingi félagsins, er haldið var í Battle
Creek, Mich. Jafnhliða falið að annast um undir-