Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Page 89
ALMANAK 1941
89
búning taflmótsins fyrir næsta ár. Kona hans
var og endurkosin ritari og féhirðir félagsins.
4.—7. júli—Bandalag Lúterskra Kvenna held-
ur 16. ársþing sitt í Argyle-bygð. Frú Irjgibjörg
J. ólafsson endurkosin forseti.
12. júlí—Kvenfélag Sambandssafnaðar í Win-
nipeg heiðrar frú Hólmfríði Péturssonf ekkju dr.
Rögnv. Pétursson) með samsæti, í tilefni af því,
að hún hafði litlu áður verið kosin æfifélagi í The
General Alliance of Unitarian and Liberal Christ-
ian Women of America.
22. júlí—Frederick H. Fljózdal kosinn heið-
ursforseti Bandalags Járnbrautarmanna (Brother-
hood of Maintenance of Way Empolyees) á þingi
þess í Quebec, Canada. Hann hafði gengt forseta-
stöðu þessa mannmarga og öfluga félagsskapar
samfleytt í 18 ár og baðst undan endurkosningu.
(Um æfi hans og starfsferil, sjá Almanak 1936).
27. júlí—Séra Jakob Jónsson lagði af stað til
íslands frá Winnipeg, ásamt fjölskyldu sinni. Voru
þau kvödd með virðuíegu skilnaðarsamsæti í Sam-
bandskirkjunni þar í borg. Síðan séra Jakob kom
vestur árið 1934, hefir hann lengst af verið prestur
Sambandssafnaðanna i Saskatchewan og verið
áhrifamaður í íslenzkum félagsmálum hérlendis.
Júlí—Winifred Edith Björnson (dóttir þeirra
dr. ólafs og Sigríðar Björnson í Winnipeg, nú bæði
látin) vann $600.00 námsverðlaun við hina kunnu
mentastofnun Wellesley College, Wellesley, Mass.,
i Bandaríkjunum.
Júlí—Islandsvinurinn prófessor Watson Kirk-
connell flutti alfarinn frá Winnipeg til Hamilton,
Ontario, þar sem hann verður yfirkennari í ensk-
um bókmentum við McMaster háskólann. Fylgja
honum hugheilar þakkir og veifarnaðaróskir ís-
lendinga.