Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Síða 92
92 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
4. nóv.—Árni B. Gíslason, héraðsdómari í
New Ulm, Minnesota, endurkosinn gagnsóknar-
laust. Hann er fæddur að Hauksstöðum í Vopna-
firði, sonur Björns dannebrogsmanns Gíslasonar;
fluttist barnungur með foreldrum sínum til Vestur-
heims 1879 og ólst upp í Minneota, Minn.
4. nóv.—Eftirfarandi íslenzkir lögfræðingar
voru kosnir ríkislögsóknarar í N. Dak., við kosn-
ingarnar, er fram fóru þann dag: bræðurnir Nels
Johnson, Towner, og Einar Johnson, Lakota, hinn
fyrnefndi fyrir McHenry Country og hinn síðar-
nefndi fyrir Nelson County; J. M. Snowfield, Lang-
don, fyrir Cavalier County og Oscar Bensen, Bot-
tineau, yfrir Bottineau County.
16. nóv.—Blaðamaðurinn og fréttaritarinn
Edwin S. Johnson (sonur Egils og Sigurlaugar
Johnson, er lengi áttu heima í Winnipeg) skipað-
ur stríðsfréttaritari fréttafélagsins “The Canadian
Press” í Ottawa. Hafði áður verið umsjónarmað-
ur fréttastofunnar í London og gengt sömu stöðu
í Toronto og New York.
22. nóv.—Flugmaðurinn Elmer Johnson (son-
ur Chris Johnson og konu hans í Winnipeg) einn
af þeim flugmönnum, er björguðust úr flugslysi, er
flugvél canadiska flugliðsins, með sex menn inn-
anborðs, nauðlenti í skógarþykknum Quebec-
fylkis.
26. nóv.—Séra Runólfur Marteinsson skóla-
stjóri heiðraður með fjölmennu samsæti í Fyrstu
lútersku kirkju í Winnipeg á sjötugsafmæli hans,
jafnhliða því, sem hann hafði verið prestur í 41
ár og þau hjónin áttu 40 ára hjúskapar afmæli.
Nóv.—Arinbjörn S. Bardal endurkosinn gagn-
sóknarlaust í 1. kjördeild í North Kildonan, Man.
Hefir hann setið 15 ár í sveitarstjórn héraðs síns.