Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Side 94
94 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
30. Sigurður A. Anderson, smiður, að heimili Gustaf
Adolfs sonar sins i Marysville, Washington. Fæddur
að Hemlu í Vestur-Landeyjum í Rangárvallasýslu 22.
apríl 1855. Foreldrar: Andrés Andrésson og Guðrún
Gunnlaugsdóttir. Kom til Ameríku 1886.
OKTÓBER 1939
23. Guðrún Thorlacius, ekkja Ólafs Thorlacius, að heim-
ili sínu í Siglunes-bygð við Manitoba-vatn; ein af
fyrstu landnemum á þeim slóðum. Fædd að Hauka-
dal i Dalasýslu 3. des. 1864. Foreldrar: Daði Magnús-
son og Sigríður Erlendsdóttir. Mun hafa komið
vestur um haf 1887. (Sjá Almanak 1914).
NÓVEMBER 1939
18. Franz Thomas, í Chicago, Illinois, 56 ára að aldri.
Foreldrar: Teitur Thomas og kona hans, látin fyrir
allmörgum árum.
21. Þorsteinn Sigurðsson, að heimili mágs síns og systur,
Guðjóns og Guðríðar Vopni, í Kandahar, Sask. Fædd-
ur 5. okt. 1865 á Refstað í Vopnafirði. Kom til Ame-
.... ríku árið 1893.
24. Svanborg Jónasson, að heimili sínu í Vancouver, B. C.,
hátt á áttræðisaldri. Ættuð úr Dalasýslu og átti um
langt skeið heima í Wynyard, Sask.
DESEMBER 1939
1. Margrét Anderson, á Almenna sjúkrahúsinu í Winni-
peg, Man., kona Ólafs Anderson frá Gimli, Man. Fædd
í Staðarbakkasókn í Miðfirði 18. júlí 1907. Fluttist
vestur um haf 1912 með foreldrum sínum, Bjarna
Guðmundssyni og Ingibjörgu Benediktsdóttur, frá
Gafli í Víðidal.
2. Björg Goodman, á heilsuhælinu í St. Boniface, Man.
Hún var fædd í Winnipeg, Man., 18. okt. 1909. For-
eldrar: Albert og Ásta Baldvinsdóttir Goodman.
2. Páll Hanson, á elliheimilinu Betel að Gimli, Man.,
sjötugur að aldri. Fæddur á Kirkjubæjarklaustri í
Vestur-Skaftafellssýslu, en var uppalinn í Öræfum.
Hann fluttist til Vesturheims 1903 með konu sinni,
Rannveigu Pálínu Pálsdóttur (d. 1925).
2. Ögmundur Jónsson, að heimili fóstursonar sins, Kol-
beins Goodman, í grend við Gimli, Man. Fæddur 18.
febr. 1844 á Grimsstöðum í Grímsstaðasókn í Álfta-
neshrepp, en átti lengst af heima í Syðstu-Görðum í
Kolbeinsstaðahrepp í Hnappadalssýslu. Foreldrar: