Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Síða 103
ALMANAK 1941 103
gerði í Fnjóskadal og síðan á Fremstafelli. Fluttist
hálf-þrítug til Vesturheims.
18. Ingibjörg Teitsdóttir Bjarnason, ekkja Einars Bjarna-
son, á elliheimilinu Betel að Gimli, Man., 86 ára
gömul. Fædd og uppalin á íslandi og kom til Canada
frá Norður Dakota 1902; átti lengi heima í Gerald,
Sask.
19. Gísli Jónsson, að heimili Joe Peterson og konu hans,
Selkirk, Man., 87 ára að aldri. Ættaður úr Suður-
Múlasýslu.
22. Guðrún Davíðsdóttir Johnson, kona Kristjáns (Chris)
Johnson, að heimili sínu í Duluth, Minn. Fædd 4.
nóv. 1857 að Ketilsstöðum í Dalasýslu. Foreldrar:
Davíð Bjarnason í Fornahvammi og Þórdís Jónsdóttir
frá Hlaðhamri í Strandasýslu (Sjá Almanak 1924).
22. Clifford MaeDonald Anderson, á hermanna-sjúkra-
húsi i Toronto, Ont., 34 ára að aldri; hann var ”Lance-
Corporal” (liðþjálfi) í vélfræðingadeild canadiska
hersins. Fæddur í Winnipeg, elzti sonur þeirra Árna
lögfræðings Anderson (látinn fyrir mörgum árum)
og Annie konu hans.
23. Jóna Sigríður Doll (Sarah Doll), á heilsuhæli í St.
Vital, Man. Fædd 5. sept. 1915, dóttir Eyvindar Jónas-
sonar og Sesselju Jóhannsdóttur Doll.
27. Kristján Jónsson, að heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar í grend við Milton, N. Dak. Fæddur í Þing-
eyjarsýslu 2. apríl 1870. Foreldrar: Jón Björnsson frá
Stóru-Laugum í Reykjadal og Ólína Andrésdóttir.
Kom til Vesturheims 1891.
29. Kristín Magnúsdóttir Hansen, að heimili sínu í Se-
attle, Washington. Fædd 1873 að Parti í Þingeyjar-
sýslu, en ólst upp hjá Jónasi Kristjánssyni og Guð-
rúnu Þorsteinsdóttur á Hraunkoti í Aðaldal, og fluttist
með þeim vestur um haf 1893.
29. Helga Guðmundsdóttir, ekkja Ólafs Ólafssonar (d.
1902), að heimili sonar síns, Helga Olson, á Oak Point,
Man. Fædd í Melasveit í Borgarfjarðarsýslu 10. des.
1851. Foreldrar: Guðmundur Hansson og Eirný Sig-
mundsdóttir. Fluttist með manni sínum til Vestur-
heims 1878 og áttu þau heim i Nova Scotia fyrstu
fjögur árin.
29. Friðrik Pétursson, á sjúkrahúsinu í Wynyard, Sask.
Fæddur 16. nóv. 1904. Foreldrar: ólafur Pétursson
(d. 1921) og Rósa kona hans; bjuggu þau fyrst í Red
Deer, Alta., en fluttust þaðan til Wynyard.