Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 104
104
ÓLAFUR S. THORGEERSSON:
í maí. Guðmundur Stefán Stefánsson, í Selkirk, Man.,
rúmlega sextugur að aldri; œttaður úr Skagafirði.
JÚNl 1940
1. Eiríkur Rafnkelsson, að heimili Kristjáns og Stein-
unnar Þorvarðsson að Lundar, Man., nærri níræður að
aldri. Fæddur fyrsta sunnudag í vetri árið 1850 i Flatey
að Mýrum í Hornafirði. Foreldrar: Rafnkell Eiríksson
og Þorgerður Sigurðardóttir; en hann ólst að miklu
leyti upp á Hofi í Öræfum. Fluttist vestur um haf
með konu sinni, Steinunni Jónsdóttur frá Hofi (d.
1931), 1889. (Sjá frásagnir hans í Almanaki 1929 og
1930).
2. Björg Pétursson, að heimili sínu í Fjalla-bygð, norður
af Milton, N. Dak. Fædd 31. maí 1863 í Mjóanesi í
Suður-Múlasýslu. Foreldrar: Magnús Vilhjálmsson
og Guðrún Jónsdóttir. Kom til Vesturheims 1888.
2. Hjúkrunarkonan Þórdís Jónasdóttir Árdal frá Winni-
peg, á New England Deaconess sjúkrahúsinu í Boston,
Mass. Hún var ættuð úr Húnavatnssýslu, 47 ára að
aldri.
3. Jón Guðmundsson á heimili sínu að Gimli, Man.
Fæddur 15. ágúst 1865 og voru foreldrar hans Guð-
mundur Þormóðsson í Hjálmsholti og Margrét Jóns-
dóttir prests á Mosfelli í Grímsnesi. Fluttist með
konu sinni vestur um haf árið 1900.
9. Kristín Jónsdóttir Magnússonar frá Tindum i Geira-
dal, að heimili dóttur sinnar, Önnu Garryson, í Blaine,
Wash. Fædd 17. sept. 1849; móðir hennar var Karitas
Nielsdóttir frá Kleifum í Gilsfirði, systir séra Sveins
Níelssonar á Staðarstað og Daða hins fróða, sagn-
fræðings. Kristin var ekkja Einars Magnússonar
Westford (d. 1911), fyrrum bónda í Garðar-bygð og
Mouse River bygð í Norður Dakota.
10. Einar Guðmundsson Martin, að heimili sínu Garði í
Breiðuvik, við Hnausa, Man. Fæddur 16. jan. 1880,
sonur Guðmundar Marteinsson og Kristinar Gunn-
laugsdóttur, er námu land að Garði í Breiðuvik i
sömu bygð.
11. Guðmundur Thorleifsson, að heimili sínu í grend við
Otto, Man., 82 ára að aldri.
12. Jórunn Kristólína Halldórsson, ekkja H. K. Halldórs-
son, í Winnipeg, Man. Fædd 1864, en fluttist vestur
um haf 1883.