Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Page 105
ALMANAK 1941
105
17. Guðný Guðmundsdóttir Stevens, að heimili tengda-
sonar sins og dóttur, Þorsteins Oliver og konu hans, í
Winnipegosis, Man. Fædd í Reykjavík 24. mai 1850.
Foreldrar: Guðmundur Nikulásson, ættaður úr Reykja-
vík, og Sigríður Steingrímsdóttir, ættuð úr Skagafirði.
Stefán Friðbergsson, maður Guðnýjar, ættaður úr
Skagafirði, dó 1898. Hún fluttist til Vesturheims með
dætrum sínum nokkru eftir aldamótin.
19. Ágústa Friðrika Anderson, unglingsstúlka, í Yorktton,
Sask. Dóttir þeirra Þorleifs Anderson og konu hans
við McNutt, Sask.
20. Sigtryggur F. Ólafsson, að heimili fóstursonar síns,
S. O. Bjerring, í Winnipeg, Man. Fæddur að Garði í
Aðal-Reykjadal 25. okt. 1856; fluttist hingað til lands
1885.
20. Kristján Johnson í Watertown, S. Dakota. Fæddur að
Syðra-Lóni á Melrakkasléttu 1849. Fluttist af Islandi
til Lyon County í Minnesota árið 1879.
22. Björg Jóhannesson, að heimili dóttur sinnar í Selkirk,
Man. Fædd 14. nóv. 1862 að Grundarkoti í Blönduhlíð
í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar: Erlendur Jónsson frá
Hæli í Húnavatnssýslu og Guðrún Björg Aradóttir
Hermannssonar, ættuð úr Eyjafirði. Fluttist vestur
um haf með manni sinum Jóhanni Ingjaldssyni (d.
1902) árið 1887.
23. Sigurður Pétursson, úr Árnes-bygðinni í Nýia íslandi,
á siúkrahúsinu að Gimli, Man. Fæddur á Ingveldar-
stöðum í Skagafjarðarsýslu 27. sept. 1862. Fluttist til
Vesturheims árið 1883 og settist að hjá föður sínum,
Pétri Árnasyni, er þá var fluttur vestur og bjó í Árnes-
bygð.
26. Jónatan Rósant Jóntansson, smiður, á sjúkrahúsinu í
Wadena, Sask. Fæddur að Flögu í Hörgárdal í Eyja-
fjarðarsýslu 14. ágúst 1866, en kom vestur um haf
sumarið. 1886.
27. Guðrún Bjarnason, kona Ásgeirs Bjarnasonar, að
heimili sínu i Selkirk, Man. Fædd 26. ágúst 1875 að
Oddastöðum í Hnappadalssýslu. Foreldrar: Einar
Thorvaldsson Dalmann, af Krossholtsætt í Mýrasýslu,
og Guðríður Magnúsdóttir Dalmann, af Reykholtsætt.
Kom til Canada með foreldrum sínum 1883.
29. Elinborg Jónsdóttir Goodmanson, ekkja Lofts gull-
smiðs Guðnasonar (Goodmanson, d. 1900), að heimili
tengdasonar síns og fósturdóttur, G. J. Oleson og konu
hans, í Glenboro, Man. Fædd að Ásgeirsstöðum í