Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Blaðsíða 30
30
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
inga, að koma börnum sínum til frama, enda tókst honuin
það vel.
Árni Jónsson (f. 1838) nam land (1879) með öðrum
Islendingum í Lincoln county, Minnesota. Árni hafði
verið trúlofaður Guðbjörgu Árnadóttur (frá Randvers-
stöðum, f. 1848); hún var systir Árnabjarnar og Bjarna, er
síðar bjuggu á Dísarstaðaseli í Breiðdal. Guðbjörg fór
á eftir Árna vestur um haf til Winnipeg og giftist honum
þar, ekki fyrr en 1874 (ágiskun Jóhönnu Högnason),
kannske ekki fyrr en 1876 (ætlun Ingibjargar Hóseas-
dóttur). Þau eignuðust fjögur börn: Svein, Jón, Guðlaugu
og Sigfinn. Hin síðarnefndu ganga nú undir nöfnunum
Bertha og Finn. Árni varð skammlífur (d. 1887), og eftir
dauða hans fór ekkjan með börnum til Sigfinns Péturs-
sonar (Péturssonar frá Hákonarstöðum á Jökuldal). Síðar
gekk Guðbjörg að eiga innlendan bónda, er Bennett hét.
Eftir dauða hans bjó hún með dóttur sinni og börnum í
Arlington, South Dakota. Seinna fóru þau til Havre,
Montana, og þar dó Guðbjörg 1927.
Drengirnir þrír voru allir um eitt skeið sjóliðar í am-
eríska flotanum. Sveinn, elsti sonurinn, vann við járn-
braut í Sioux Citv, Iowa, en er nú í stríðsvinnu í Minn-
eapolis, Minn. Jón er í stríðsvinnu í Richland, Washing-
ton. Guðlaug og Sigfinnur (Bertha og Finn) eru á búi
(ranch) í Havre, Montana.
Með fvrstu vesturförum úr Breiðdal hefur líka verið
J
Jónas Jónsson í Omaha. Hann var sonur Jóns Björnsson-
ar hins ríka og Helgu Erlendsdóttur prests að Klyppstað
í Loðmundarfirði. Þeirra börn voru auk Jónasar: sr. Jón
Austmann í Stöð, Sigurður hreppstjóri í Eyjum, Þor-
grímur snikkari, Björn, er sagt er að fyrstur hafi byggt á
Gilsárstekk og Ragnheiður, seinni kona sr. Magnúsar
Bergssonar á Eydölum. Jónas fór frá Eyjum 1874 til
Nebraska og dó 16. nóv. 1928. Sonur hans, Sigurður,
flutti frá Höskuldsstöðum til Ameríku 1887.