Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Blaðsíða 59
ALMANAK
53
og sparkaði jafnvel í suma um leið og hún rændi,
um skeið varð þá hrörlegra heimatréð.
En einnig hann sá að gifta, sem veit alla vegi
til verka sinna þar jafnframt tók
og miðlaði þannig málunum á þeim degi,
að missast skyldi þó nafnið og kynfestan eigi
úr Islendingsins ættarbók.
Er bylgjur loftsins nú báru vestan um sæinn
þá bróðurkveðju, er munast skal,
þá fanst honum eitthvað elskulegt heilsa í bæinn
og anda nýju lífi í fullveldisdaginn
—frá yztu nesjum og innst í dal.
Því beinir nú för úr austri að vesturvegi
í vakandi frændsemi stuðlamál:
eitt hamranna bergmál að “heiman” á þessum degi,
einn hreimur, sem ýmist er fögnuður eða tregi
—sem endurhljómur frá fslands sál.
Eftirmáli
Höfundur þessarar ágætu og drengilegu ljóðkveðju
til Islendinga vestan hafs, Halldór Helgason skáld, stend-
ur nú á sjötugu (f. 1874) og hefir um langt skeið búið á
Ásbjarnarstöðum í Borgarfirði syðra. Hann er maður
sjálfmenntaður, en bókhneigður mjög, enda löngu orðinn
þjóðkunnur heima á fslandi fyrir ljóðagerð sína; mörgum
hér vestra mun hann einnig kunnugur af kvæðum sínum,
þó ekki væri nema fyrir hið snjalla og myndauðuga
kvæði, sem hann örti til Stepháns G. Stephánssonar, er
Klettafjallaskáldið heimsótti ísland 1917, og var það
prentað í Almanaki þessu árið 1918.