Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Blaðsíða 29
ALMANAK
29
Þessi voru börp þeirra hjóna: William August (f. 1880),
Jóhanna Þórunn (f. 1881), Kristín Lilja (f. 1883), Martha
Lizette (f. 1884) og Frank Guy Byron (f. 1886).
William vann um tíma við blaðið Minneota Mascot.
Hann var berklaveikur, fór sér til heilsubóta til Arizona,
en dó í Minneota 1903.
Jóhanna útskrifaðist af Gustavus Adolphus College
1907 (B, S.). Eftir frekara nám við Minnesota og Col-
umbia háskólann gerðist hún kennslukona í miðskólum
(high schools) í Minnesota, og árin 1912—19 var hún
skólastýra í miðskólanum í Anoka. En eftir það gerðist
hún kennari (Instructor) og bústýra í heimavistum pilta
í búnaðarskóladeild háskólans í Minnesota (University
Farm, St. Paul, Minnesota) og hefur verið það síðan.
Jóhanna er mjög mikils metin, eins og sýnt er af ábvrgð-
arstöðum þeim, er hún hefur haft; hún er líka meðlimur
í kappa Delta Gamma systralaginu (Sorority).
Kristín Lilja kendi í barnaskólum þar til hún giftist
Stefáni Guðmundssyni Péturssonar prests á Valþjófsstað
Jónssonar (Stephen Peterson). Þau Kristín og Stefán hafa
eignast sex börn og nokkur barnabörn.
Martha Lizette var bókhaldari og gjaldkeri í íslenskri
verslun í Minneota áður en hún giftist Halldóri Guðjóni
(Arnórssyni) Johnson, verslunarmanni og síðar póstmeist-
ara í Minneota. Þau fóru um tíma til Texas, vegna heilsu-
bilunar Mörtu, en búa nú í Cottonwood, Minn.
Frank Guy Byron útskrifaðist sem námuverkfræðing-
ur frá Minnesota’s College of Mining E ngineering 1910,
en vann síðan að málmprófun í Tucson, Arizona. Hann
var í fyrstu heimsstyrjöldinni í Frakklandi.
Snorri Högnason tók allmikinn þátt í opinberum mál-
um; hann var friðdómari og hann var í skólanefndum.
Islensku lútersku kirkjuna studdi hann frá byrjun. En
aðaláhugamál hans mun hafa verið, eins og fleiri Islend-