Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Blaðsíða 99
ALMANAK
99
21. Ásbjörn Stefánsson, á hjúkrunarhúsi í Glenboro, Man. Fæddur
að Egilsstöðum í Vopnafirði 19. feb. 1865. Foreldrar: Stefán
Jónsson og Sigurbjörg Ásbjarnardóttir. Kom til Vesturh. 1893,
og hafði jafnan átt heima i Argyle-byggðinni.
NÓVEMBER 1943
11. Mrs. Anna Crooks, ekkja William James Crooks ljósmyndara,
á Misericordia sjúkrahúsinu í Winnipeg, 56 ára að aldri. For-
eldrar: Jóhannes Björnsson Bray og Herdís kona hans, er um
langt skeið voru búsett i Winnipeg, nú bæði látin.
18. Hólmfríður Hjaltalín Johnson, ekkja Stefáns Jónssonar (d.
1940), að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs.
O. S. Freeman, i Bottineau, N. Dak. Fædd árið 1860 á Litla
Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi í Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar:
Hans Hjaltalín og Sigríður Sigurðardóttir. Kom vestur um haf
árið 1887. Meðal barna hennar og Stefáns er Jón Magnús
myndhöggvari í Frankfort i Indiana-ríki í Bandaríkjunum.
DESEMBER 1943
1. Kristján Þórður Johnson, af slysförum í Seattle-borg í Wash-
ington ríki. Fæddur 26. apríl 1892 i Churchbridge, Sask.
Foreldrar: Guðni og Þóra Johnson, ættuð af Austurlandi.
Hafði verið búsettur í Seattle í 20 ár.
6. Friðrikka Sigtryggsson, ekkja Jóhanns Sigtryggssonar (d. 1935)
að elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man. Fædd að Ytri-Tungu
á Tjörnesi i Suður-Þingeyjarsýslu 1. apríl 1858. Foreldrar:
Jóhann Jónsson og fyrri kona hans Guðrún Þórðardóttir. Kom
til Ameríku með manni sínum árið 1890 og bjuggu þau lengst-
um í Argyle-byggð í Manitoba.
8. Jóhann Gottfred Thorgeirsson, andaðist að heimili fóstur-dótt-
ur sinnar Mrs. B. H. Olson, 5 St. James Pl., Winnipeg. Fæddur
á Akureyri, Island, 25. september 1862. (Um hann sjá Alm.
1938, bls. 22.) Foreldrar Þorgeir gullsmíður Guðmundsson og
Sigríður ólafsdóttir frá Kvammi í Eyjarfirði. Kom til Canada
1882. Kona hans var Hallfriður Jónsdóttir, dáinn 1938. (Sjá
Alm. 1939, bls. 104.)
11. Halldór B. Johnson, að heimili sínu í Blaine, Wash. Fæddur
11. sept. 1873 að Sleitubjarnarstöðum í Kolþeinsdal í Skaga-
firði. Foreldrar: Björn Jónsson frá Haga i Aðaldal og kona hans
Sigríður Þorláksdóttir alsystir Gísla hreppstjóra á Frostastöð-
um og Guðmundar málfræðings Þorlákssonar. Fluttist vestur
um haf til Nýja-lslands með foreldrum sínum 1876, nokkrum
árum síðar til Hallson-byggðar í N. Dak., og ólst þar upp, en
hafði átt heima í Blaine síðan 1912. Var blómaræktarmaðui
mikill og hlaut oft verðlaun fyrir þau á sýningum. Meðal barna
hans er Mrs. Ninna Stevens söngkona í Tacoma, Wash.
21. Guðjón Isfeld, landnemi í Lincoln County byggðinni í grennd
við Mineota, Minn.. að heimili sínu. Fæddur 22. febr. 1854
að Grundarhóli á Hólsfjöllum. Foreldrar: Guðmundur Guð-