Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Blaðsíða 93
ALMANAK
93
með fyrstu ágætiseinkunn við Queens háskólann.
28. maí—Stofnuð þjóðræknisdeild í Blaine, Wash, með
35 félögum. Embættismenn voru þessir kosnir; séra Al-
bert E. Kristjánsson, forseti; Guðjón Johnson, vara-for-
seti; séra Guðmundur P. Johnson, ritari; Mrs. Margrét
Johnson, vara-ritari; Andrew Daníelson, féhirðir; Sveinn
Westfjörð, vara-féhirðir; Sigurður Helgason, fjármálarit-
ari og Gestur Stefánsson, skjalavörður.
Júní—Hóf “Brautin”, ársrit Hins Sameinaða Kirkjufél-
ags göngu sína. Ritstjóri er séra Halldór E. Johnson, með
ritstjórar, séra Eyjólfur J. Melan og séra Philip M. Pét-
ursson, en ritstjóri kvennadeildar Mrs. Guðrún H. Finns-
dóttir. Þetta fyrsta hefti ritsins var helgað minningu séra
Guðmundur Árnasonar.
Júní—TilkynntiThorThors, sendiherra Islands í Wash-
ington, að ríkisstjórn Islands hefði ákveðið að útnefna
eftirtalda menn vara-ræðismenn Islands á umræddurn
stöðum: Kolbeinn Thordarson, Seattle, Washington; séra
Octavíus Thorláksson, San Francisco, Califomia, Stanley
T. Ólafsson, Los Angeles, California; Hjálmar Björnsson,
Minneapolis, Minnesota, og Hálfdan Thorlaksson, Van-
couver, B. C., Canada.
7. júní—Séra Haraldur Sigmar, prestur íslenzku safn-
aðanna í Norður-Dakota og forseti Hins Evang. Lúterska
Kirkjufélags Islending í Vesturheimi, kjörinn heiðurs-
doktor í guðfræði (D. D.) við United College í Winnipeg,
og er hann fyrsti íslendingur, sem sæmdur hefir verið
þeh-ri nafnbót við canadiskan háskóla. Hefir hann uni
langt skeið staðið í fremstu röð starfsmanna kirkjufélags
síns og jafnhliða tekið virkan þátt í öðrum íslenzkum fél-
agsmálum vestan hafs.
16., 17. og 18. júní—Fjölmenn og glæsileg hátíðahöld
viðsvegar meðal Islendinga í Vestui'heimi í tilefni af end-
urreisn hins íslenzka lýðveldis að Þingvöllum þ. 17. júní,
svo sem í Winnipeg og á Hnausum í Manitoba, W.ynyard