Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Page 29

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Page 29
ALMANAK 29 Þessi voru börp þeirra hjóna: William August (f. 1880), Jóhanna Þórunn (f. 1881), Kristín Lilja (f. 1883), Martha Lizette (f. 1884) og Frank Guy Byron (f. 1886). William vann um tíma við blaðið Minneota Mascot. Hann var berklaveikur, fór sér til heilsubóta til Arizona, en dó í Minneota 1903. Jóhanna útskrifaðist af Gustavus Adolphus College 1907 (B, S.). Eftir frekara nám við Minnesota og Col- umbia háskólann gerðist hún kennslukona í miðskólum (high schools) í Minnesota, og árin 1912—19 var hún skólastýra í miðskólanum í Anoka. En eftir það gerðist hún kennari (Instructor) og bústýra í heimavistum pilta í búnaðarskóladeild háskólans í Minnesota (University Farm, St. Paul, Minnesota) og hefur verið það síðan. Jóhanna er mjög mikils metin, eins og sýnt er af ábvrgð- arstöðum þeim, er hún hefur haft; hún er líka meðlimur í kappa Delta Gamma systralaginu (Sorority). Kristín Lilja kendi í barnaskólum þar til hún giftist Stefáni Guðmundssyni Péturssonar prests á Valþjófsstað Jónssonar (Stephen Peterson). Þau Kristín og Stefán hafa eignast sex börn og nokkur barnabörn. Martha Lizette var bókhaldari og gjaldkeri í íslenskri verslun í Minneota áður en hún giftist Halldóri Guðjóni (Arnórssyni) Johnson, verslunarmanni og síðar póstmeist- ara í Minneota. Þau fóru um tíma til Texas, vegna heilsu- bilunar Mörtu, en búa nú í Cottonwood, Minn. Frank Guy Byron útskrifaðist sem námuverkfræðing- ur frá Minnesota’s College of Mining E ngineering 1910, en vann síðan að málmprófun í Tucson, Arizona. Hann var í fyrstu heimsstyrjöldinni í Frakklandi. Snorri Högnason tók allmikinn þátt í opinberum mál- um; hann var friðdómari og hann var í skólanefndum. Islensku lútersku kirkjuna studdi hann frá byrjun. En aðaláhugamál hans mun hafa verið, eins og fleiri Islend-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.