Afturelding - 01.06.1967, Qupperneq 50
Frá mótinu í Kirkjulœkjarkoti
Þá eru hinir yndislegu mótsdagar að baki, sem
við áttum í Kirkjulækjarkoti á þessu sumri. En
áhrif þeirra lifa í hjörtum margra, trúi ég. Mótið
stóð yfir dagana 5.—7. ágúst. Samkomur voru tvær
á laugardag, fjórar á sunnudag og tvær á mánu-
dag, átta samkomur alls. Á þessum stundum var
áherzla lögð á þann biblíulega sannleika, að helg-
ast Drottni og „helga Krist, sem Drottin í hjört-
um vorum“. „Því að án helgunar fær enginn
Drottin litið“, segir Guðs orð. (Hebr. 12,14).
Einnig var sýnt fram á þýðingu þess, verðmæti
og ábyrgð, að tilheyra staðbundnum söfnuði Krists.
Þar eiga allir að lúta einum vilja, einu höfði —
Kristi Jesú. Einnig var áherzla lögð á það mikil-
væga atriði, að vera verkmaður Drottins og ávinna
menn fyrir Krist. Auk þessa var mikið beðið fyrir
landi og þjóð og kristninni í heild. Því að Kristur
Jesús er einasta lausn vandamálanna í dag, bæði
fyrir einstaklinginn og þjóðarheildina.
Þarna var fjölmennur hópur æskufólks saman
kominn á mótinu. Einhver hin fegursta sýn, sem
ég hef séð, var að sjá rúm 30 ungmenni á knján-
um í bæn til skapara síns og frelsara, biðjandi um
blessun hans og kraft til þess að lifa hreinu og
sigrandi lífi í heimi þessum. Þetta var önnur og
fegurri sjón en sumir litu um sömu helgi (verzlun-
armannahelgina) t.d. í Þórsmörk.
Það var mannmargt í Kirkjulækjarkoti um þessa
helgi. Yfir þrjátíu tjöld voru reist á nýhirtu tún-
inu. Það var falleg tjaldborg í Hliðinni fögru.
Líkt og forðum, er Drottinn birtist Abraham, er
hann sat í tjalddyrum sínum (1. Mós. 18,1), birt-
ist Drottinn nú og blessaði tjaldbúa þessa, er sungu
lofgerðar- og þakkaróð Drottni til dýrðar. Það
var áreiðanlega löngun allra að feta í fótspor
þeirrar trúar, er faðir vor Abraham átti. Á þessu
blessaða móti létu sálir frelsast, og Guðs börn
hlutu endurnýjun í Heilögum Anda.
Guði séu þakkir fyrir þessa góðu daga í for-
görðum Drottins, því að einn dagur í forgörðum
Drottins er betri en þúsund aðrir, segir konungur-
inn og sálmaskáldið Davíð. (Sálmur 84). Já, það
er gott að dvelja í nálægð Drottins.
Að endingu þetta. Guð blessi alla vinina í Kirkju-
lækjarkoti og störf þeirra í víngarði Drottins. —
Beztu þakkir til þeirra, og ykkar allra, sem mótið
sóttuð. Guð blessi ykkur öll og starfið alls staðar
í landinu. Kjörorðið er: ísland fyrir Krist.
Jóhann Pálsson.
Gjafir og áheit til
Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík.
Frá síðastliðnum áramótum. N.N. kr. 500, Kona
500, Ónafngreind kona 400, Kona, sem elskar hljóm-
list 200, S.F. 100, N.N. 20.000, Þ.H. Rvík 500,
Á.J. 1000, N.N. 100, V.B. 300, Nokkrir vinir 6000,
l.J. 500, N.N. 100, N.N. Strandasýslu 2000, G.L.
3000, L.L. 300, N.N. 200, N.N. 200, IJ.B. 200, R.L.
5000, N.N. 2000, N.N. 100, Þ.H. 500, N.N. 100,
Þ.J. 1000, A.E. 2000, A.M. 400, A.B. 1000, R. 100,
N.N. 500, N.N. 100, K.B. 11000, I.J. 1000, A.E.
1000, N.N. 70.000.
BiblíuorðiS blessar hjartað.
Því að svo elHkaði Guð heiminn, að hann gai' son
sinn eingetinn, til þess að hver, sem ii liann trúir,
giatist ekki, heldur hafi cilíft líf.
Því að ckki scndi Guð soninn í hcfminn, til þess
að hann skyldi dœma heiminn, heldur til þess að
heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.
Sá sem trúir ú hann, dæmist ekki, sá sem ekki
trúir, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki
trúað á nafn guðssonarins eingetna. — Jóh. 8, 16—18.
50