Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 5

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 5
5 aftur á móti sást ekki í þeim eitt einasta vinar- andlit. Hér vantaði allan þann blæ heimilisrækn- innar, sem kvennmannshöndin getur veitt herbergi í húsi manns, og það leit út fyrir, að aldrei hefði nokkurt barn stigið fæti sínum á góiflð þarna inni; þar var svo einmanalegt og ömurlegt, það var meira en einmanalegt, þar var alt autt og tómt. En svona hefir víst auðugi kaupmaðurinn, sem stóð út við gluggann, viljað hafa það, hann, sem kallaði alla þessa fjármuni auðæfin sin! Já, hon- um var víst einveran kær. En hvers vegna var hann þá svona þungbúinn á svipinn? Það skein hvorki gleði né friður út úr þeim svip. Hann hafði ekki alt af verið svona ásýndum. Einu sinni var þessi kuldalegi maður kátur ung- lingur; þá lék hann sér dátt í föðurhúsunum við einkasystur sína, sem hét María. Faðir hans bjó á Akureyri og var einn af heldri borgurum bæjar- ins. Móðir hans var sólin á heimilinu og hún var ijósið og ylurinn handa Jóni litla, sem þá var svo óstýrilátur og fullur af ástríðum. María systir hans varð einatt að láta hann öllu ráða, og þegar hún gerði það, þá gat heldur enginn verið henni eins elsku- lega blíður eins og „Nonni bróðir“, enginn var þá skemtilegri en hann. En María systir hans vildi þó ekki ait af láta alt liggja í hans skauti, því hún var líka talsvert einþykk og hafði þá fram það, sem henni datt í hug. Þá varð Jón óður og uppvæg- ur, og það gat komið fyrir, að hann berði hana.

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.