Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 8

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 8
8 hans. Hafði hún þá lokið lífsstarfi sínu, þurfti Jón hennar ekki lengur við? Að sönnu leit svo út fyrir manna 'sjónum, sem hann mætti ekki án hennar vera, en guð vissi alt betur. Jón varð kaupmaður og komst í auðugt verzl- unarfélag í Reykjavík, en faðir hans og María bjuggu saman eins og áður. Þegar hann kom heim til sín, fanst honum hann vera þar gestur. Svo liðu nokkur ár, og einu sinni fékk hann bréf að heiman, sem færði honum þær fréttir, að María væri þá dagana að trúlofast bókfærslumanni þeim, sem Árni hét. Jón þekti þennan mann og þótti heldur illa áhorfast. Maður þessi hafði sem sé orðið uppvís að fjársvikum í Kaupmannahöfn og nauðulega komizt undan hegningu. Hann brá sér nú norður til systur sinnar, og lagði að þeim föð- ur sínum og systur sinni, að hún skyldi hætta við að giftast þessum manni, því af því myndi henni ekki annað standa en óhamingjan ein. En honum varð ekkert ágengt. Þau feðgin treystu betur fag- urmælum Árna en þeim hörðu sökum, sem Jón bar á hann. Árni gat sýnt beztu meðmæli, og hann bar Jóni á brýn, að sakargiftir hans væru ósannar. Svo jókst orð af orði og þau urðu leiks- lokin, að Jón sagði í bræði sinni: „Ef þú giftir þig þessum ærulausa manni, þá segi eg slitið allri frændsemi við ykkur, og skiijum við svo fyrir fult og alt“. María giftist Árna og Jón efndi orð sín; hann

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.