Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 27

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 27
27 loks öll, þótt þröngt væri, í vagninum hans, sem rann hægt og hægt heim á leið. Heim! — ó, það unaðsljúfa orð! Heima fyrir beið heill hópur vinnufólks, sem vakað hafði eftir húshónda sínurn; ætlaði það varla að trúa augum sínum, er þeir sáu vagninn. Var nú sjúka konan og börnin borin með mestu gætni inn í eitt herbergið; þótt vinnufólkið þættist helzt til fínt til að taka á þessum vesalingum. „Búið upp rúm svo fljótt sem hægt er“, sagði kaupmaðurinn. „í stúlknaherberginu stendur rúm, sem enginn sefur í“, sagði ráðskonan. „Stúlknaherberginu? Búið um þau í svefnher- berginu mínu, það er bezta herbergið í húsinu". Hún hélt að húsbóndinn væri frávita, eða hún hefði misskilið hann. „Fátæklingskonan sú arna“, sagði hún heldur dræmt. „Er systir mín“, tók hann fram í heldur byrst> ur. „Hlauptu Pétur þegar í stað eftir lækninum". Þetta var óðara gert, og að litilli stundu lið- inni lágu börnin í hvítum og hreinum rúmum og íéllu þegar í þægan bluud. Litla Sigga var eina barnið, sem ekki fékst til að leggjast fyrir; hún varð fyrst að líta eftir öllum hinum börnunum og iíta síðan til mömmu sinnar. Hún gekk hægt og hljótt á milli þeirra og mælti ekki orð frá vörum. •Jón kaupmaður fyl^di henni með augunum og varð alveg hriflnn af henni. Honum fanst eins og það

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.