Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Qupperneq 23

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Qupperneq 23
2S að tala við þig, þá bið ég þig nú: Vertu faðir munaðarleysingjanna. Þú veizt, hvað mamma var alt af vön að syngja. Bróðir rninn, en hvað ég hefi þungan hósta! Ef þú vissir, hvernig umhorfs er hjá okkur! Komdu, áður en það verður um seinan! Systir þín María". Jón nísti tönnum og fékk varla komið upp þessum orðum: „Lifir hún mamrna þín enn?“ Litla stúlkan gaf honum bendingu með höfðinu. „Þá er bezt að við förum undir eins, en hvar eigið bið heima?“ „Suður á Grímstaðaholti". Hann kallaði á piltinn : „Segðu ökumanninum, að hann skuli óðara beita hestunum fyrir stóra vagninn", sagði hann við þjóninn, sem ekki vissi, hvaðan á sig stóð veðrið. Síðan brá hann báðum höndum fyrir andlit ser. Það var eins og honum fyndist að einhver væri að slá í andlit sér með steyttum hnefum, og hann brytist um eins og bandingi, sem vill fyrir alla muni slíta þá hlekki, sem hann er fjötraður ^ieð, sem vill verða frjáls, hvað sem það kostar. Lo'ks fékk hann stunið upp þessum orðum: »Mamma, mamma!" og svo hrópaði hann með ahgistarfullri raust, eins og sá maður hrópar, sem hggur á pínubekknum: „Ó, guð! ó, guð!“

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.