Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 11

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 11
11 var útrekinn og illa ræmdur? Gat lionum í alvöru að tala dottið í hug að telja sig í tengdum við Jón kaupmann?! Og svo átti hann sjálfur að rétta honum hjálparhönd til þess? Nei, aldi’ei, aldrei! Hann var nú orðinn vanur við skilyrðislausa hlýðni skrifstofuþjónanna, og skrifaði undir eins stutt og laggott bréf til mágs síns, að hann mætti ekki láta sér koma til hugar að flytja til íteykjavíkur, Og þar með var búið. En mágur hans fluttist til bæjarins engu að síður. Jón fékk að vita það, sér til sárustu skap- raunar, að mágur hans var seztur þar að, og jafn- framt að þau hjónin drógu engar dulur á frændsemi sína við hann, heldur gerðu sér far um að halda henni á lofti við hvert færi, sem þeim gafst til þess. Þegar hann var spurður, þessi ríkismaður, hvað hæft væri í því, þá svaraði hann, heldur stuttur i spuna, að hann ætti enga ættingja, og hann þóttist ekki fara með nein ósannindi, því hann hafði þegar fyrir mörgum árum siðan lýst þvi skýlaust yfir, að hann kannaðist ekki framar við systur sína. Frá þeim tíma hafði hann ekki heyrt á þau minst, einu orði, og þau létu ekkert til sín heyra. Voru þau nú dáin, eða alveg komin í þroteðaflutt hurtu aftur? Eitthvað af þessu þrennu hlaut að hafa átt sér stað, því að annars myndi hann Árni, svona lágsigldur, eins og hann var í hugsunarhætt-

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.