Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 35

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 35
HEIMILISVINURINN 35 Þannig hafði fangavörðurinn lokið máli sínu, og bráðlega komst eg að raun urn, að hann hafði haft rétt að mæla. Fanginn var þrekvaxinn maður, á að gizka um þrítugt. Hann var framúrskarandi harðlegur á svip og jafnframt kæruleysislegur. Hann stóð ekki upp, þegar eg kom inn í klef- ann, svaraði engu orði, þegar eg heilsaði honum, og virtist ekki gefa mér nokkurn gaum. Eg spurði hann um heimili hans, ættingja, vini, um aldur hans og hagi að ýmsu leyti; en hann tók ekki undir einu orði. Þungbúinn á svip og þögull starði mann-auminginn á fangelsisgólfið. Eg varð að fara svo búinn; en áður en eg fór, las eg fyrir hann nokkur orð úr ritningunni. Það fór á sömu leið í annað og þriðja sinn, er eg vitjaði um hann. Eg hætti alveg að spyrja hann, en reyndi nú að vekja samvizku hans. Mér þótti sárt, að svo virtist, að annað hvort skildi hann ekki orð mín, eða vildi ekki hlusta á þau. En mér skjátlaðist. Nokkrum dögum síðar kom eg til hans. Þegar eg bjóst til að biðja, greip hann fram í fyrir mér og sagði þurlega : „Verið þér ekki að hafa fyrir þessu, prestur góður; það þýðir ekkert að biðja fyrir mér, því eg trúi hvorki á guð eða djöfulinn, himnaríki eða helvíti. Ef nokkur guð er til, þá er hann ekki til annars, en að kvelja okkur veslings menn“.

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.