Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 26

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 26
26 Hún hafði verið róleg, þó litla stúlkan kæmi ekki aftur svo bráðlega, því á meðan hún var úti, fókk hún ákafa hitasótt, sem dró úr áhyggjum hennar og umönnun, eins og hún væri að sýna henni meðaumkvun. Hún þekti ekki aftur bróður sinn, er hann gekk að rúminu hennar. Hún heyrði ekki, þegar hann hrópaði upp yflr sig i örvæntingu: „Ég er morðingi!" Hún tók ekki eftir, að hann hné niður á gólfið hjá henni og kysti marga kossa á hönd hennar. Hún starði að sönnu alopnum augunum á ókunna manninn og hrópaði upp yfir sig: . . . „ElskuNonni!“ en þó þekti hún hann ekki glögt aftur, því hún sneri sér þreytulega við í rúminu og fókk í sömu svifunum ákaft hóstakast, sem lokaði augum hennar og dró úr henni allan mátt. Að stundu liðinni fékk Jón aftur vald yfir sér; nú var hann aftur orðinn hugsunarsami kaup maðurinn, sem öllu kunni að koma fyrir á bezta hátt, þarna, á hörðum hálminum, í þessari lélegu kompu, gat hann ekki fengið af sér að iáta systur ur sína og börnin vera stundu lengur. Það var ekki svo fjarska kalt um nóttina, og í vagninum lágu þar að auki hlýjar ábreiður, sem hann lét ökumanninn bera inn. Hann bar sjúklinginn með ökumanninum út í vagninn; hafði hún nú mist alla meðvitund; síðan báru þeir börnin, sem nú voru glaðvöknuð öll, og sveipuðu þau í þær ábreiður og voðir, sem þar voru til. Sigga litla hjálpaði honum eins og hún framast gat og svo sátu þau

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.