Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 46

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 46
HEIMILISVINURINN Það var hann, ssm hafði gefið henni systur hennar styrk og gleði í sjúkdómi og dauða; það var hann, dýrðarhöfundurinn, sem veitir sælu og frið hverjum þeim, sem vill koma til hans og þiggja af honum alt. Það var Jesús, sem elskaði hana svo heitt, að hann gaf sig sjálfan út fyrii' hana. Jesús, sem býður til sín öilum þreyttum, særðum, sjúkum, hryggum og vill græða þá og veita þeim frið. Hún átti að lifa honum, — en hvernig? Gefðu honum hjarta þitt! Og þú munt öðlast frið og gleði — ávalt — alstaðar. Hún tók nýja testamentið sitt, systir hennar hafði átt það: „eg gef þelm eilíft líf og þeir skulu aldrei að eilifu glatast, — faðir minn hefir gefið mér þá, — og enginn fær slitið þá úr hendi föður míns — “. — „Ekkert fær skilið oss frá kærleika Krists — ekkert. — Eg mun ekki skilja yður eftir munaðarlausa. — Sjá, eg er með yður alla daga, ait til veraldarinnar enda“. Þetta voru hans eigin orð — það fær sálunni endurnæring og styrk. Henni varð svo létt í skapi, — hún varpaði byrði sinni á hann, sem bar syndir heimsins, og sem bar umhyggju fyrir henni. Dagur var að kveldi kominn, seinustu sólar- geislarnir voru horfnir, hún sat við borðið í litla herberginu sínu með tárvotar brár, og nýjatesta- mentið lá opið fyrir framan hana, hún lypti upP höndum sínum og þakkaði honum, sem gaf og tók, og mún aftur gefa, og aldrei framar taka.

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.