Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 14

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 14
14 aðir menn til bænagjörðar. — Hver fagnaði nýja árinu eftir því, sem honum var lagið. — Jóni kaupmanni var lítið gefið um sálmasöng og ekki hafði hann árum saman stigið fæti inn í nokkra kirkju. Móðir hans var ait af vön að syngja sálm, er nýja áiið gekk í garð. Nú mintist liann þess, þó hann gæti ómöguiega munað upphaíið á honum, hvað mikið sem hann reyndi tii að rifja það upp fyrir sér. Hið eina, sem hann gat munað, var þetta stef: „Yeittu hjarta gleðignótt, geíðu öllum sjúkum þrótt“. Hjartans gleði — hana vantaði Jón kaupmann. Hann opnar hliðið að húsi sinu, lætur það svo- aftur á eftir sér, svo að dynur undir og svo er hann aftur orðinn einn — einn með sjálfum séi'. II. Sólskríkjan smá svalköldum vetri á kvartar um við kaldan stein: „kalt og langt er vetrarmein“. Heldur var nýársmorguninn dapur og skuggaleg- ur. Jón kaupmaður sat við morgunverðarborðið; hon- um fanst að þessir mörgu hátíðisdagar vera bæði langir og tilbreytingarlausir, því honum leið bezt, þegar hann sat í skrifstofunni yfir bókumim sínum. Hann þekti ekkert annað böl en að hafast ekkert

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.