Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 10

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 10
10 annan. Þeir gefa þeim engin grið, hvorki nótt né dag, ef þeir eru ekki sístarfandi að þvi, að útvega sér fleiri og fleiri af þeim óvinum. Þeir blinda þá svo, að þeir telja þá takmark sitt, en ekki hjálp til að ná öðru æðra marki. „Meira, meira, altaf meira!" varö orðtak Jóns kaupmans alveg óafvitandi. Svo skrautlegt sem húsið var, þá veitti það honum enga gleði, og dýru réttirnir, sem stóðu á borðinu hans, voru ekki eftir hans smekk; en þegar hann hafði grætt peninga, mikla peninga, þá sást einskonar bros iíða yfir hina steinköldu drætti í andlitinu, en aldrei endrarnær. Systir hans hafði nú skrifað honum fyrir hér um hil 3 árum síðan. Hún bað hann að fyrirgefa sér og bað hann að ráða sér heilræði. En lesa mátti milli iínanna, að hún átti ekki láninu að fagna. Maður hennar hafði aftur og aftur verið rekinn frá starfi og stöðu; börnin þeirra 4 báðu foreldrana um brauð, og þau höfðu oft ekki bita brauðs handa þeim. Árni var brjóstveikur. Hann hugsaði oft um að flytja sig til Reykjavíkur og komast í nágrenni við Jón kaupmann, mág sinn, og nú bað hann þess, að hann vildi á einhvern hátt skjóta skjólshúsi yfir sig. Það var eins og hvert þrumuskýið á fætur öðru legðist yfir svip hans, þegar hann var að lesa þetta bréf. Hann vildi komast þangað ólánsgarm- urinri sá arna! Bókfærslumaðurinn, sem alstaðar

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.