Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 9

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 9
9 átti enga systur framar, og hún engan bróður. Þó átti hann eftir að koma enn þá einu sinni til föður- húsanna. Það var þegar faðir hans var borinn út í kirkjugarðinn í svörtu kistunni. En upp frá þeirri stundu átti hann ekkert heimili og enga ættingja. Skrifstofan varð nú heimilið hans. Par vann hann með óþreytandi elju, þvi hann vildi verða mikils- virtur kaupmaður og mikils megandi. Og Jón var svo skapi farinn, að hann vissi, hvað hann vildi. Svo var eljan mikil og áhuginn, að hann misti aldrei eitt augnablik sjónar á mark- inu, sem hafði sett sér. Hann vann og reiknaði, reiknaði og vann, — hann vildi verða ríkur, oghann varð það. Að fáum árum liðnum var Jón orðinn vel fjáður maður. Ekki leið á löngu, að hann keypti sér hús og lét haga því að öllu sem bezt, og nú stóð hann út við stóra gluggann og horfði á snjó- fluguleikinn. — En var hann ánægður með lífið? Peningunum fylgir sá leiði ókostur, að þeir gera hjartað kalt og hart eins og málm. Það er eins og einhver illur andi búi í rauðu gullinu og glóandi silfrinu, það er næstum eins og bölvun hvíli yfir þessum mislitu pappírssneplum, sem gilda hundruð og þúsundir króna. Sá, sem á minna af þeim en hann þarf, verður sjaldan fyrir miklum áhrifum af þeim, en þar sem mikið safnast fyrir af þeim, þar taka þeir við stjórninni, gera eigendur sína að þrælum og hrekja þá úr einum stað í

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.