Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 41

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 41
HEIMILISVINURINN 41 fangelsið með mér. Þeim varð fljótt vel til vina; hún kallaði óbótamanninn „frænda" og gerði alt, sem hún gat, til að stytta honum stundir; hún fasrði honum blóm og sat hjá honum stund og stund og talaði við hann eins og börnum er títt. Með hverjum degi, sem leið, fór eg glaðari í huga og þakklátari úr fangelsinu; — þakklátur við frelsarann, sem elskar syndarann og leitar að hinu glataða og frelsar það. Kveldið áður en átti að taka hann af lífi, veitti eg hinum iðrandi fanga heilaga kvöldmáltíð. Eg fékk leyfi fangavarðarins til að vera hjá fang- anum seinustu nóttina. Hann þekti boð mitt, en Mði ekki. „Hann er hjá mér“, sagði hann rólegur. „Það sr mér nóg“. Andlit hans fölt og hart Ijómaði af himneskri gleði. „Ó, kæri herra prestur", sagði hann, „fyrir nokkrum dögum sagði eg við yður, að það hefði 0kki farið svona fyrir mér, ef guð hefði ekki tekið barnið frá mér. Eg endurtek það núna, en ekki með gremju eða ávítum, heldur með innilega auð- ]njúku þakklæti, því litla stúlkan var nokkurs kon- ar hjáguð minn. Það er eitt, sem mig langar til að biðja yður um: Látið þér taka marmaraplötuna af leiðinu barnsins míns og setja þar lítinn kross í staðinn. Á krossinum á að standa eitt einasta orð — orðið „Jesús", J>vi nú er Jesús aleigan mín. G. L. þýddi.

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.