Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 44

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 44
44 HEIMILISVINURINN breitt fljót, vatnsmikið og ólgandi. Öldur þess skullu á malarkambinum. Hún sá skip leggja frá landi. Alt í einu var hún komin upp í skipið, og nú þaut. skipið undan byrnum yíir um fljótið. Þar blasti við fögur sjón: Iðgræn engi, skógar, akrar, spegiltær* vötn — alt er prýða mát.ti. Fiiður og ró hvíldi yfir öllu. Indæll blóma ilmur barst að vitum hennar, og hinn fegursti söngur fylti loftið. Síðan sá hún hvitar hersveitir koma svífandi; þær liðu áfram svo glaðlega og léttilega; þegar nær kom gat. hún greint, að þetta voru menn, og hún þekti suma, — þarna var hún Jóa litla systir hennar, sem var dáin fyrir löngu, og þarna kom hún mamma hennar í indælum hvítum skrúða með út- breiddan faðminn á móti henni; hún þrýsti henni upp að sér og sagði: „Velkomin, elsku barnið mitt — velkomin á land dýrðar og sælu“. Hún litaðist betur í kringum sig. Bros á hverju andliti, dýrð og friður alstaðar. Þetta hlaut að vera gott land. Sólfagurt land með sælu og yndi, með hvíld handa þreyttum og gleði handa sorgmæddum, og lækning handa særðum og sjúkuin- „Hver á þetta indæla land?“ spurði barnið undrandi yfir allri þessari dýrð, „og hvaða indæll söngur er þetta, sem eg heyri“. „Konungur lífs og dauða, drottinn Jesús Krist- ur, ríkir hér“, sagði móðir hennar, „hann hefir bú* ið þér stað hér, þér og öllum, sem á hann trúa, og söngurinn, sem þú heyrir, er dýrðarsöngurinn,

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.