Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 43

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 43
HEIMILISVINURINN 43 alt í sölurnar fyrir það. Þegar hún sjálf var þreytt og í þungu skapi, þá var ætíð eins og drægi ský frá sól, er hún sá glaða barnsandlitið hennar Helgu litlu, og hennar mesta gleði var, að sjábros ú vörum systur sinnar, Það þurfti ekki mikið til að gleðja Helgu litlu. Pallegt blóm kom augum hennar til að ljóma af gleði, og björtu sólargeislarnir kystu hið hreina, fall- ega barnsandiit. Hvar sem hún var, þar var svo bjart; það var birtan og yndið, sem fylgir sakleysi og æsku. Yar það þá ekki von, að hún Ásdís yrði kvíðin og hálf óróleg, þegar haustið kom og með Því kuldi, sem gerði rjóðu kinnina fölleita og jók hóstann, sem hafði gert vart við sig siðustu mán- uðina. Hún hugsaði oft um það, hversu autt ogtóm- legt líf sitt yrði, ef þessi einasti sólargeisli sinn yi'ði tekinn frá sór. Hún lifði hvort sem var ein- ungis fyrir systur sína; sjálfri fanst henni hún ekki hafa yndi af lífinu. Vonin hvíslaði þó iengi vel að henni: „Henni batnar með vorinu"; en allir aðrir sögðu: „Blessað barnið, húnerbúinað fátæringu". Svo kom veturinn. Sólin var orðin lág á lofti og snjórinn huldi jörðina. Helga litla sat uPpi i rúminu sinu og horfði út um gluggann. Hún var að hugsa um svo undurfagran draum, Sem hana hafði dreymt. Hún var stödd á sandauðn mikilii, alt í kring var gróðurleysi og kuldi. Fram hjá henni rann

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.