Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Qupperneq 6

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Qupperneq 6
6 Og þó harni iðraðist þess óðara raeð sjálfum sér, þá vildi hann þó aldrei kannast við, að hann heíði gert rangt, enda var reiði hans ekki undir eins út rokin ; hann var reiður dögum saman og alla þá stund var hann í illu skapi. María var einþykk við og við, en Jón var það alt af. Faðir þeirra var strangur maður, en hann réði ekki við drenginn sinn, þótt hann ungur væri; hann gat ekki innrætt honum anda sáttgirninnar. Og þar við bættist svo það, að hann unni dóttur sinni meir en nokkrum öðrum og mælti alt eftir henni, eins þó hún hefði augsýnilega rangt fyrir sér. Þetta sárnaði Jóni á* kaflega, því hann krafðist þess að hann væri lát- inn njóta sannmælis að minsta kosti, og fengi hann það ekki, þá vaið hann reiður við föður sinn og systur sína. Móðir hans var sú eina, sem hafði nokkur áhrif á hann. Það voru skæru ástarhlýju augun hennar, sem mýktu skapið hans. Þó að hann áliti sér það ekki samboðið að tárast, þá grét hann oft á laun í faðminum hennar og hiýddi með at- hygli á áminningar hennar. „Nonni minn, elsku harnið mitt, gættu að þér, svo að syndin fái ekki vald yfir hjartanu þínu", sagði hún mörgu sinni, „þú mátt ekki ala hatur í brjósti þínu, heldur áttu að fyrirgefa jafnvel þótt þú yrðir fyrir órétti. Hvernig biður þú í „Faðirvorinu" þínu?“ Hann skildi vel, hvað hún átti við, og svaraði, þótt hann þyrði ekki að líta upp: „Fyrirgef oss

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.