Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 48

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 48
48 HEIMILISVINURINN Hér finst oss svo skelfing dimt og kalt. — Ef við mig kynnir mæla, mamma góða, Pað myndi eflaust svipað þessu hljóða: „Gráttu ekki, góða dóttir mín. Guðs míns til nú komin er eg heim, Þó ekki fengi eg fundið börnin þín, Frelsarann minn gæta bið að þeim. — Gjör þitt til, að geyma blómin smáu, Svo guðs þau nái dýrðarsölum háu“. Gjafir allar guði eru frá, Góðar margar lætur hann i té, Þér af hjarta, þakka drottinn má, Þá til baka horfi eg og sé, Móður-ástúð ásamt fleiri gæðum, Alt má þakka drottni guði á hæðum. Eftir máske ofurlitla stund, Elsku mamma, fæ eg þig að sjá, Þegar kem eg frelsarans á fund, Farin jarðnesk sorgin öll er þá. Er það sæla, er enginn hugsa réði, þá öll hjá Jesú finnumst — hvílík gleði! Ó, þú maður, áttu lífsins von? Ef þú slíkan gimstein hefir mist, Bið þér hjálpa helgan drottins son, Að höndla megir dýrgrip þann sem fyrst. Enn er tíð — ó gæt þín — gæt þín, hjarta, Glataðu elcki von um eilífð bjarta. 2% ’96. S. L

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.