Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 31

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 31
31 12, er klukkurnar tóku að hringja inn nýja árið, settist hann við orgelið sitt og söng með fögrum, djúpum rómi: „Sendu öilum gleði gnótt, gefðu öilum sjúkum prótt; forsjálausra faðir ver, fylgdu þeim, sem viltur er. Alls hins góða gjafarinn, gef hið bezta — anda þinn, sæla gerir hann oss hér, himins til oss síðar ber“. Nýja árið rann upp — skínandi heiður nýárs- morgun. En hvað alt var nú umbreytt á heimili kaupmannsins. Hann var ekki að nöldra í dag yfir þeim, sem komu að óska honum til heilla, en hvert skifti, sem barið var að dyrum, var sagt með vingjarnlegri röddu: „Kom inn“! Allir voru vel- komnir, því að þeir höfðu fyrir ári síðan óskað honum svo mikils góðs, og allar þessar heillaóskir höfðu rætst samstundis. Nýársgiaðningar voru nieiri og betri en áður, og hverri gjöf fylgdi hlý- legt orð. En var þá Jón ríki ekki orðinn snauður, síðan hann bætti 6 mönnum við á heimilið? Hafði hann þá ekki orsök til að bera áhyggju fyrir fram- tíð sinni, eða draga úr útgjöldum sínum að minsta kosti? Nei, þvert á móti, hann hafði nú stöðugt °pna hönd, hann gaf, hvenær sem menn leituðu hjálpar hans, og reyndi þannig sannleika þessara

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.