Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 32

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Blaðsíða 32
32 orða: „Enginn verður snauður af því að gefa ölmusu". Á nýársdaginn í fyrra og í hinum lang- vinna og þunga sjúkdómi systur hans, sem samvizka hans áfeldi hann fyrir að hafa myrt, brotnaði pen- ingavaldið á bak aftur, og hann hafði með heitum tárum lofað guði að bæta yfirbrot sín, eins og hann gæti. Barnahópurinn káti og um fram alt hinn djúpi, kyrláti kærleiki Siggu litlu höfðu létt undir með honum að lifa sínu nýja líferni, og ekki hafði hann eitt augnablik iðrað þess, að hann aíréð þegar í stað að taka munaðarleysingjana heim ti) sín. En hvað það alt var nú öðruvísi i dag en fyrir ári síðan! Kaupmaðurinn vissi nú, hver það var, sem harðast knúði á dyr hans þann daginn, og hann þakkaði guði, að hann hefði eigi hætt að knýja á dyr hans, fyr en hann hefði um síðir slept honum inn, — seint og um síðir. Næsta morgun sá hann sveig af hfandi blóm- um um myndina hennar móður sinnar, — hann vissi vel hver hafði bundið hann — þá féllu hon- um aftur tár af augum. og hann hrópaði upp og sagði: „Mamma, mamma“, en sorgin hafði týnt broddi sínum, því hann hafði nú lært að hrópa af hjarta: „Drottinn minn og guð minn!“ Og þegar hann svo síðan gekk til kirkju og heyrði klukknahljóminn alt í kringum sig, þá fanst honum þær hljóma alveg ólíkt því, sem þser höfðu hljómað næsta nýársdag á undan, þegar stormarnir voru enn að geisa svo ákaft í brjósti hans. j

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.