Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Qupperneq 13

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Qupperneq 13
13 hann hefir alt af verið og sennilegast er að hann verði á nýja árinu líka“. Jón kaupmaður stóð enn iengi með andlitið fast út við rúðuna. Loks víkur hann sér við og snarast út úr húsinu sem skjótast, rétt eins og einhver óvinur væri á hælunum á honum, sem hann hlyti að flýja undan. — Vér hittum hann aftur á stærsta veitingahúsi bæjarins. Þar er glatt á hjalla og þar er honum fagnað hjartanlega. Þar er hann sjaldséður gestur; en þennan daginn gekk hann þangað, því hann vildi vera einn. Svo var mikið á borð borið af mat og drykk, að borðin svignuðu undir, og ekki vantaði sönglistina yfir borðum; menn drukku þar kampavínið hver í kapp við annan og svo sungu þeir hver með sínu nefi „Lifi gleðin! Gleym- ið öllum soi'gum!“ Að því búnu er farið að spila og þá eru sungnar drykkjuvísur, en sumir hring- sveiflast í fjörugum dansi. „Niður í gröfina með gamla árið! Ó, að vér gætum gleymt því! Lifi gleðin! “ Jón kaupmaður undi sér þó ekkilengi í þessu samkvæmi. Áður en klukkan varð 12, tók hann sig út úr því og hraðaði sér heim. Á götunum sprungu púðurkerlingar, nokkrir reikuðu þar lítt gáðir, og aðrir voru í „ástarleit“. Ljós voru i flestum gluggum, hlátur og hávaði heyrðist víða. Úr einu húsinu, sem Jón gekk fram hjá, heyrðist sálmasöngur. Þar voru saman komnir ýmsir trú-

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.