Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Síða 3

Muninn - 01.04.1958, Síða 3
B m u n i n n ENNTASKÓLANS Á AKU Y R I FRÁ RITSTJÓRN Muninn hóí flug sitt þann 29. október 1927. í þrjátíu ár heíur hann þanið vængi sína í anda Menntaskólans á Akureyri. Aðeins eitt ár heíur ekki geíið byr. Þetta blað er hið mesta, síðan þær sögur hóiust, og heiur því verið meir til þess vandað en endranær. Einið er að nokkru íengið utan veggja skólans, því að annars hetði verið ógjörningur að geia því hátíðlegan svip. Einnig hafa verið tínd til sýnishorn úr gömlum blöðum. Er það ekki til samanburðar. — Hvort tveggja er tilraun til að greiða skuldina við for- tíðina. Helzti brautryðjandi Munins og ritstjóri hans tvö iyrstu árin var Karl ísield, sem nú er landskunnur þýðandi og blaðamaður. Ætlunin var, að hann léti til sín heyra í þessu aimælisblaði, en aí því varð þó ekki. I hans stað kveðja sér hljóðs Bjarni Benediktsson irá Hotteigi og Gunnar Finn- bogason. Þeir eru gamlir liðsmenn blaðsins. Bjarni var í ritstjórn 1941 —’42, en Gunnar 1943—’44. Bjarni er þekktur blaðamaður, Gunnar kennari í Reykjavík. Mælt heiur verið, að mennirnir, sem skapa söguna, hafi ekki tíma til að skrifa hana. Það var lengi ætlun okkar að íæra i letur þær heimildir, sem til væru um aikomu blaðsins frá upphaii. Við eitirgrennslan kom þó í ljós, að annála eða skýrslur, sem heíðu verið meginstoðir slíkrar sögu, var hvergi að finna í iórum skólans. Þótti okkur sá kostur verri en enginn að sýna lesendum léttvægar talnalestir. Eins kom til mála að skriía ritstjóra- tal, en þá var sá hængur á, að blaðið heiur lengst af ekki haft íastan rit- stjóra, heldur óskipta ritnefnd nokkurra manna. Hefði það orðið helzti löng upptalning. Fleiri orð verða ekki höfð um efni blaðsins, en það er helgað öllum þeim, sem iyrr og síðar hafa veitt Munin liðsinni sitt. Öðrum þræði sýnir þetta blað hugmyndir okkar um Munin, eins og hann ætti að vera. En þar hafa fæst orð minnsta ábyrgð. Vald lesenda mun úrskurða, hvort við höfum erindi sem erfiði. MUNINN 43

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.