Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.1958, Side 6

Muninn - 01.04.1958, Side 6
einna minnisstæðast held ég mér sé upphaf- ið á hinum snubbótta ritstjórnarferli mín- um. Hann hófst sem sé með langri göngu- fierð í frosti og snjókomu. — Gönguferð? — I3að var þannig, að iÞura í Garði settist í Menntaskólann haustið 1940 til að stoppa í sokka herranna í heimavistinni — það var áður en krepnælið góða kom til sögunnar. Nú hugkvæmdist ritstjórn Munins, Krist- jánunum og mér, að yrkja á skáldkonuna, og skyldum við reyna hver í sínu lagi. En andinn var ekki reiðubúinn, og varð það úr, að við hefðum samyrkjusnið á yrkingun- um. Lögðum við því land undir fót eitt kvöld í hríðarmuggu, löbbuðum suður Þór- unnarstræti, niður Gilið og upp Spítalastíg. Þegar heim kom, var íslenzk skáldlist þrern- ur vísum ríkari. Síðan sýndum við Þuru vísurnar, en hún kvað tvær á móti, og var öll syrpan birt í næsta blaði Munins. Það var almannarómur í skólanum, að mennta- mennirnir hefðu ekki sótt gull í greipar plaggakonunni. — Var mikið andlegt líf í skólanum á þessum árum? — Það held ég væri ofmælt. Málfundir voru oft illa sóttir og féllu jafnvel niður af mannfæðar sökum, og Muninn datt upp fyrir um skeið, eins og ég var að segja. Vita- skuld voru ýmsir að skrifa sorglegar sögur og yrkja harmakvæði, lásu góðar bókmennt- ir og hugsuðu sitt. En þeir voru litlir félags- garpar og fóru löngum einförum, og góðir söngvarar voru í meiri hávegum hafðir í skólalífinu. Þegar „undirritaður“ var til dæmis sem allra andlegastur, fór hann ekki að halda hrókaræður yfir félögum sínum eða úthella hjarta sínu á málfundi, heldur labbaði hann inn fyrir ofan kirkjugarð og kom ekki niður fyrr en inni hjá Gróðrar- stöð. Mér skilst, að skólapiltar séu meiri málskrafsmenn í ár. — Hélduð þið skólaskáldin áfram að yrkja, eftirað þið fóruð úr Menntaskólan- um? — Um það veit ég næsta fátt, nema Einar Bragi hefur gefið út fjórar ljóðabækur. Þeir Eiríkur Hreinn og Kristján Karlsson hafa að minnsta kosti haldið tryggð við bók- menntirnar; þeir eru báðir ritstjórar bók- menntatímarita og hafa auk þess þýtt ágæt skáldverk á íslenzku. Kristján er að auki einhver nærfærnasti bókmenntagagnrýn- andi, sem við eigum. Ég er alveg hættur öll- um yrkingum, nema ef telja skyldi 4—5 fer- skeytlur á ári, sem ég sendi í nafni sonar míns til vina og vandamanna á jólum og af- mælum. Ég slæ botninn í þetta, þegar hann verður sjálfur vísufær. — Vildirðu flytja Munin einhverja af- mælisósk? — Ég vildi óska honum þess, að hann ætti alltaf fullt hús andríkra vandamanna, sem létu enga fyrirhöfn sparaða til að gera hann jafnan vel úr garði. Þótt fullorðið fólk hneigist til að kasta rýrð á andleg um- brot sín í æsku, þá er þ:að rangt. Andleg umbrot eru ævinlega góðrar ættar, dýr- keyptur þroski miðar hæst. Þeim, sem ekki fær með einhverjum hætti tjáð það, sem honum býr í brjósti á æskuskeiði, hættir til að verða ófrjáls hið innra með sjálfum sér — eins og það vatn verður fúlt, sem lengi stendur uppi. Gætum við ekki sagt, að blað eins og Muninn eigi einmitt að vera opinn farvegur þeirra vatna, sem spretta upp í hjartarótum æskufólks á skólabekk. En fyrst við erum farnir að tala svona spaklega, þá leyfist kannski gömlum vizku- vini úr MA að nefna ungum lesendum Munins tvö orð, sem gott væri að fylgja á þessari kaldlyndu verzlunaröld. Annað er það að halda lijarta sínu vörmu af kærleik til mannsins. Hitt er það að ganga á svig við það markaðstorg þjóðfélagsins, þar sem sál- ir eru seldar og keyptar. Ég kveð Bjarna og þakka fyrir mig og mína. Hann fylgir mér brosandi til dyra, heldur föðurlega á syni sínum, sem bráðum verður vísnafær, og ljóðar á hann. H. B. 46 m u N I N N

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.