Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 14

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 14
grenninu höfðu iþá ekkert á móti því að framkvæma þær. Ericson var samt .engin hetja, en átti auðvelt með að gera hug- myndirnar lokkandi í augum hinna. Með tímanum eltist þetta af þeim. iÞeir voru fermdir sama vorið, og foreldrar þeirra kostuðu þá síðan í menntaskóla, þó að ekki væri miklum efnum til að dreifa. Þeir stóðu sig sæmilega og treystu vináttuböndin. Þau eru víst sjaldan sterkari ien á æskuárunum. Þeir lásu saman, og nú minntist Ericson langra og ljósra vordægra, þegar þeir sátu yfir í garðinum hjá Mac og lásu undir próf. Þeir voru trúnaðarvinir, sem opnuðu lijörtu sín hvor fyrir öðrum, þegar á þurfti að halda. Það kom ærið oft fyrir, því að á þessurn árum kitlar ástin unga fólkið 'hér og þar eins og fluga. Fyrst opnast nýr heirnur einn góðan veðurdag, og strákarnir upp- götva þann rnikla sannleik, að konan er ekki bara hugtak. Nei, hún er lifandi hlut- ur, gæddur lífi og blóði og sterkum ástríð- um. Bros 'hennar og hneyfingar eru guðsríki á jörð. Það er yndi strákanna að veita því athygli, hvernig stelpa, sem fyrir nokkrum mánuðum var ekkert merkileg, breytist með hverjum deginum, eins og rós, sem vex í garði nágrannans, og fær allt í einu á sig straumlínulögun. Þegar þeir rnæta henni á götunni, fara þeir hjá sér, en hún skilur eitthvað eftir í hjartanu. — Mac eign- aðist vinkonu. Hún var skólasystir þeiiTa, lagleg stelpa, ljóshærð og bláeyg. Þau voru mikið saman og kunnu félagsskapnum vel. Stundum fóru þau saman í langar gönguferðir og komu svo aftur rjóð og sæl af göngunni. Fyrir skömmu komst Eric son að því, að þau voru leynilega trúlofuð. Ericson Iratt ekki trúss við neina sérstaka stelpu. Til þess var hann of neikull. Hann lét hverjum degi nægja sína þjáningu og skaut sig í hinum og þessunr. — Svona hafa þau liðið þessi æskuár, og nú eru þeir átjár. ára. Já, það er gaman að vera ungur, meðan sólin skín. Stundum gránar líka gamanið, Einn góðan veðurdag fengu félagarnir til- kynningu frá herstjórninni. Miðinn var ekki merkilegur, en hafði sitt gildi. Þeir voru kallaðir í herinn. Til að byrja með voru þeir sendir í herskóla. Þar voru þeir þjálfaðir við strangan aga. Sömuleiðis hlutu: þeir þar kennslu í ýmsu, sem að gagni má koma í hernaði. Svo áttu þeir að fara og gegna skyldu sinni. Allt voru þetta sjálf- sagðir lilutir. Að vísu var dálítið sárt að hverfa úr heimahögunum og öllu þessu glaða lífi, en þeir fylltust útþrá og eldmóði, sem bætti það upp. Einarðir og ákveðnir stigu þeir upp í lestina á brautarstöðinni í gærkveldi. Frelsi Bretlands var í veði. Þeir gerðu sér ekki Ijóst, að styrjaldir eru til- gangslausar og til skammar þeim þjóðum, senr telja sig siðaðar. Ekki heldur, að til þeirra stofna örfáir valdagírugir og ábyrgð- arlausir menn, senr einskis svífast. Ericson hugsaði til móður sinnar. Hún kvaddi hann í gærkveldi og hvíslaði í eyra hans: „Guð blessi þig, drengur minn.“ Hann langaði að tárfella, en svo harkaði hann af sér. Það var svo margt um manninn, og það var ekki karlmannlegt að gráta. Hann brosti, en brosið stirðnaði á andliti hans, og svo var um fleiri, sem voru að kveðja. Svo tók hún dýran hring upp úr vasa sínum, læddi hon- um í lófa hans og sagði: „Eigðu þetta frá mér. Það á að minna þig á, að þú átt móð- ur, sem elskar þig.“ Hann varð orðlaus, þrýsti aðeins hönd hennar innilega og horfði í þreytuleg augun. Oft hafði hún sagt, að hann væri mömmudrengur. Hann hafði aldrei fundið það betur en nú. Stund- um fannst honum dálítið óviðfelldið að heyra hana segja það, en nú voru orðin svo eðlileg, því að 'hann skildi, að til er ást, sem fórnar öllu. Nú fann hann, hve þakkar- skuldin við móður hans var stór. Það sló hann, að kannski yrði hún aldrei greidd. — Erá frumbernsku höfðu þau átt heima í lít- illi íbúð í London, beint á móti húsinu hans Macs. Faðir hans dó, stuttu áður en hann fæddist, en þá var hann búinn að kaupa þessa íbúð og greiða að mestu Leyti. 54 M U N I N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.