Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Síða 18

Muninn - 01.04.1958, Síða 18
Þýdd Ijóö HJÖRTU VOR Eftir PETER ROSEGGER Hjörtu vor sem hörpur eru, hörpur búnar tveimur strengjum; í öðrum hljómar hávær gleði í hinum grætur myrkur tregi. Og örlaganna fimir fingur föstum gripum strengi knýja; í dag þeir leika brúðkaupsbragi en bitur grafarljóð á morgun. ARI JÓSEFSSON íslenzkaði. HJARTA OKKAR Eftir PETER ROSEGGER Hjarta okkar hörpu líkist, hörpu meður tveimur strengjum. I öðrum þeirra æpir gleðin, en í hinum kvölin brennur. Fimir skapafingur leika fróðir á þá dýra hljóma; í dag hin blíðu brúðkaupskvæði, bljúgan grafarsálm að morgni. HJÖRTUR PÁLSSON íslenzkaði. DÖÐLUR Eftir PIET HEIN Að eiga fulla döðludós er draumur niðrí tær. Fyrst etur sérhver eins margar og í hann framast nær og fær og getur. Svo fer hann til að þvo sér og því næst EINA etur. HJÖRTUR PÁLSSON íslenzkaði. i ANDARTAK Eftir MORTEN NIELSEN Villirósir á rigningardegi! Lestin er kyrr, regnið á rúðunum dynur og gerir oss ofbjart í augum. Á lestargluggana glampa slær úr grænum, döggvotum runnum. Auðvelt er lífið og einfalt — droparnir falla einn og einn, skúr eftir skúr. Sekúndur sækja oss heim og breytast í margslungna minning um meyjaraddir, gróna stíga og sjávarnið. Ég finn á vörmn keim þeirra sumra, sem löngu eru liðin, og árin kyssa mig kossi svölum og votum. Við erum á ferð á fjórða sumri stríðsins, friður og kyrrð ríkir eitt andartak. Villirósir á rigningardegi! Regnið á rúðimum dynur og gerir oss ofbjart í augum. Á lestargluggana glampa slær úr grænum, döggvotum runnum. HJÖRTUR PÁLSSON íslenzkaði. 58 M U N I N N

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.